Drög að mótaskrá GKB í sumar

Valur Jónatansson • 4. apríl 2025

Fyrsta mót ársins verður 24. maí

Drög að mótaskrá GKB fyrir sumarið er nú komin inn á Golf.is. Fyrsta mót ársins verður 24. maí á Kiðjabergsvelli, en það er Grand Open, þar sem leikfyrirkomulag er tveggja manna Betri Bolti með forgjöf.


Gull 24 open verður 26. - 27. júní, en það er glæsilegasta og fjölmennasta golfmót ársins á Íslandi. Ræst verður út stanslaust í sólarhring, frá kl. 14:00 á föstudegi til kl. 13:50 á laugardegi.


Meistaramót klúbbsins verður 3. - 5. júlí. Lokamót ársins er svo hin árlega Bændaglíma sem fram fer 13. september.


Helstu mót sumarsins á Kiðjabergsvelli:

GKB GRAND OPEN 24.5.

STÓRA 66 NORÐUR TEXAS SCRAMBLE MÓTIÐ 7.6.

Landsmót Golfklúbba 19-23 ára 10 - 11.6.

TARAMAR GKG - GKB vinkvennaheimsókn 13.6.

Bikarmót GKB-GÖ 15.6.

Jónsmessumót GKB 20.6.

GULL 24 OPEN 27 - 28.6.

Meistaramót GKB 03 - 5.7.

Meistaramót GKB - Opinn flokkur 04 - 5.7.

GJG Iceland Juniors International 16 - 18.7.

VENTURA OPEN 24.7.

Pilsaþytur Kiðjabergi - Innanfélagsmót 1.8.

Gull Styrktarmót GKB - Texas Scramble 2.8.

Hjóna og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel 08 - 9.8.

Exedra kvennamótið 14.8.

Íslandsmót Golfhópa 04 - 5.9.

Bændaglíma GKB - Innanfélagsmót 13.9.


Ath. að mótaskráin getur breyst án fyrirvara.

Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!