Nýr vallarstjóri ráðinn

Valur Jónatansson • 7. apríl 2025

Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025


Golfklúbbur Kiðjabergs hefur fengið til sín nýjan vallarstjóra sem heitir Mikael Moisio og tekur við keflinu af Steve Krieger. Steve komst því miður ekki þetta árið vegna fjölskylduástæðna en ætlar sér að koma aftur til okkar um leið og aðstæður leyfa. Við bjóðum Mikael hjartanlega velkominn í Kiðjabergið og hlökkum til að sjá völlinn blómstra undir hans stjórn.


Mikael er menntaður golfvallarfræðingur og býr yfir mikilli reynslu í greininni. Hann hefur starfað sem vallarstjóri á nokkrum golfvöllum, meðal annars á Leempa Golf Club í Finnlandi, þar sem hann leiddi fjölmörg umbótaverkefni og setti vallaraðstæður og umhirðu á golfvellinum á annan standard. Hann er þegar farinn að láta til sín taka á Kiðjaberginu og lýsir mikilli ánægju með nýja starfið.


Það er frábært að vera kominn í Kiðjabergið. Þetta er einstaklega fallegur völlur með mikla möguleika, og það er greinilegt að hér er sterk hefð og mikill metnaður fyrir gæðastarfi. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi og félagsmönnum að því að gera Kiðjabergsvöll enn betri á næstu árum," sagði Mikael.

Klúbbmeðlimir og aðrir kylfingar geta hlakkað til spennandi tíma í sumar, með nýjan og kraftmikinn vallarstjóra við stjórnvölinn.


Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!