Nýr liðsmaður í okkar teymi

Valur Jónatansson • 19. apríl 2025

Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi

Enn bætist í golfvallateymi okkar á Kiðjabergsvelli. Við kynnum með stolti Sasha Dakic sem kemur með víðtæka reynslu úr golfgeiranum og hefur meðal annars starfað á einum af þekktustu golfvöllum Norðurlanda – Lofoten Links í Noregi. Þar tileinkaði hann sér dýrmæta þekkingu á umhirðu, þjónustu og heildarstjórnun á fyrsta flokks golfvelli við krefjandi aðstæður.


Með fagmennsku, góðri þekkingu, dugnaði og miklum metnaði hefur Sasha skapað sér gott orðspor á sínu sviði meðal fyrrum golfvallarstjóra og samstarfsmanna.  Hann leggur áherslu á gæði í öllum verkum og hefur skilning á mikilvægi upplifunar kylfinga á meðan hring stendur. Með komu hans styrkjum við teymið okkar til muna og horfum bjartsýn fram á veginn.


Dúkalagning á flatir og teiga

Þar sem næturkuldi hefur verið í kortunum eyddu Mikael, nýráðinn vallarstjóri, Sasha Dakic, nýr vallarstarfsmaður, Skúli sjálfboðaliði og Þórður framkvæmdastjóri nokkrum dögum í vikunni í að setja dúk á hluta af flötum vallarins til að vernda þær fyrir kulda og vindi næstu daga og flýta þannig fyrir að þær komist í frábært stand.




Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!