Opnun Kiðjabergsvallar

Valur Jónatansson • 4. maí 2025

Formleg opnun var 1. maí

Kiðjabergsvöllur opnaði formlega þetta golfsumarið, 1. maí síðastliðinn. Völlurinn kemur vel undan vetri og hefur sjaldan verið í svona góðu ástandi á þessum tíma árs. Eins og áður geta klúbbmeðlimir bókað rástíma með sjö daga fyrirvara.


Klúbbhúsið er opið frá 1. maí og taka Rakel, Daníel og co vel á móti gestum og gangandi. Allar greiðslur fyrir vallargjöld fara nú í gegnum Golfbox.


Við hlökkum til að taka á móti öllum kylfingum og óskum ykkur gleðilegs og forgjafarlækkandi golfsumars! Eins og flestum er kunnugt þá var Kiðjabergsvöllur útnefndur "Besti golfvöllur Íslands árið 2024" af World Golf Awards.


Vinnudagur 10. maí
Hinn árlegi vinnudagur verður haldinn 10. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar varðandi hvaða tíma dags verður auglýst á allra næstu dögum. Vonast er eftir því að sem flestir mæta líkt og síðustu ár. Margar hendur vinna létt verk og gaman að hitta aðra klúbbfélaga, eiga góða stund saman og ditta að hinum ýmsu verkefnum. Að venju verður boðið upp á pylsur og drykki.


Hægt er að sækja um aðild að klúbbnum HÉR.


Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!