Fyrsta golfmót sumarsins!
GKB GRAND OPEN - 2JA MANNA BETRI BOLTI

Fyrsta golfmót sumarsins á Kiðjabergsvelli verður, GKB GRAND OPEN, og fer fram 24. maí. Allir ræstir út á sama tíma klukkan 09:00. Leikfyrirkomulag er tveggja manna Betri Bolti með forgjöf (punktar). Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum teigum.
Leikfyrirkomulag:
Betri bolti m. forgjöf (punktar) tveir saman í liði.
Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk fleiri punkta á holu.
Ræst er út af öllum teigum á sama tíma kl. 09:00 (shotgun).
Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum teigum.
Karlar sem verða 70 ára á árinu og eldri spila frá rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undanþágu frá því, með því að skrifa það í Skilaboð.
Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin og næst holu
1. sæti - 2x Vatnajökull vesti frá 66 Norður
2. sæti - 2x Tindur vesti frá 66 Norður
3. sæti - Ecco S-Casual Golfskór
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum - 10 þús. króna gjafabréf í Minigarðunum
Ef hætt er við þátttöku sendið póst á gkb@gkb.is.
Óskir um golfbíla á meðan móti stendur skal senda á gkb@gkb.is. Staðfestingu þarf frá golfklúbbi að bíll sé frátekinn.
Mótagjald er óendurkræft ef hætt er við þátttöku innan 24 klukkustunda fyrir fyrsta rástíma.
ATH. Ef ekki er fullt í mót áskilur mótanefnd sér að breyta upphafsteig liða til að geta opnað golfvöllinn fyrr fyrir almenna umferð.
HÉR er hægt að skrá sig í mótið.