Fyrsta golfmót sumarsins!

Valur Jónatansson • 8. maí 2025

GKB GRAND OPEN - 2JA MANNA BETRI BOLTI

Fyrsta golfmót sumarsins á Kiðjabergsvelli verður, GKB GRAND OPEN, og fer fram 24. maí. Allir ræstir út á sama tíma klukkan 09:00. Leikfyrirkomulag er tveggja manna Betri Bolti með forgjöf (punktar). Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum teigum.


Leikfyrirkomulag:

Betri bolti m. forgjöf (punktar) tveir saman í liði.

Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk fleiri punkta á holu.

Ræst er út af öllum teigum á sama tíma kl. 09:00 (shotgun).


Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum teigum.

Karlar sem verða 70 ára á árinu og eldri spila frá rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undanþágu frá því, með því að skrifa það í Skilaboð.


Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin og næst holu

1. sæti - 2x Vatnajökull vesti frá 66 Norður

2. sæti - 2x Tindur vesti frá 66 Norður

3. sæti - Ecco S-Casual Golfskór

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum - 10 þús. króna gjafabréf í Minigarðunum


Ef hætt er við þátttöku sendið póst á gkb@gkb.is.

Óskir um golfbíla á meðan móti stendur skal senda á gkb@gkb.is. Staðfestingu þarf frá golfklúbbi að bíll sé frátekinn.

Mótagjald er óendurkræft ef hætt er við þátttöku innan 24 klukkustunda fyrir fyrsta rástíma.

ATH. Ef ekki er fullt í mót áskilur mótanefnd sér að breyta upphafsteig liða til að geta opnað golfvöllinn fyrr fyrir almenna umferð.


HÉR er hægt að skrá sig í mótið.

 


4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!