Flatir gataðar!

Valur Jónatansson • 13. september 2024

Létt götun eða "Hollow Tine" á flötum á Kiðjabergsvelli

Nú fer að hausta og í næstu viku, 16. - 20. september, fer fram létt götun eða "Hollow Tine" á flötum á Kiðjabergsvelli.


Götunin er mikilvæg, en hún verður til þess að auðvelda vatni og næringarefnum að komast í jarðveginn og leyfa grasinu að "anda". Grasræturnar taka betur við raka og súrefni sem mun "létta" jarðveginn. Ennfremur munu flatirnar vera fljótari að koma til og komnar í sitt besta ástand auk þess að gæði flatanna aukast.


Í framhaldi af því verða flatirnar sandaðar og vökvaðar. Ef veðuraðstæður og aðrir áhrifavaldar eru hliðholl lokast götin hratt upp og ekki sjáanlegt að götun hafi átt sér stað nokkrum dögum / viku áður.


Götunin er mikilvægur liður í undirbúningi fyrir næsta ár.

Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!