Fór holu í höggi!

27. maí 2022

Náði draumahöggi allra kylfinga á 7. braut vallarins. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem hann spilar völlinn og því eftirminnileg heimsókn.

Bjarni Fritzson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Kiðjabergsvelli í gær. Hann náði draumahöggi allra kylfinga á 7. braut vallarins. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem hann spilar völlinn og því eftirminnileg heimsókn fyrir hann.


Bjarni notaði 8-járn á þessari 166 metra löngu braut af gulum teig. "Boltinn minn lenti rétt fyrir utan flötina og fór svo að rúlla í hægri sveig að pinna. Þegar við í hollinu sáum í hvað stefndi frusum við í smástund og svo þegar hún datt ofan í þá sturlaðist allt. Ótrúleg tilfinning að fylgjast með kúlunni rúlla að holunni og sjá hana svo hverfa ofaní," sagði Bjarni.


Þetta var eins og áður segir fyrsta heimsókn hans á Kiðjabergsvöll. "Völlurinn er geggjaður, alveg hreint frábær. Var að spila hann í fyrsta sinn og mun svo sannarlega spila aftur."


Á myndinni er Bjarni með boltann góða eftir hafa farið holu í höggi og kemst þar með í Einherjaklúbbinn, sem svo margir hafa óskað sér en fáir afreka.




.

Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!