Fyrsta mót sumarsins

16. maí 2022

Fyrsta mót sumarsins í Kiðjabergi

Fyrsta golfmót sumarsins á Kiðjabergsvelli, Grand Open, fer fram næstkomandi laugardag, 21. maí. Mótið er opið fyrir alla kylfinga sem skráðir eru í golfklúbb á Íslandi. Leikfyrirkomulag mótsins er Betri bolti, þar sem tveir eru saman í liði. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Skráning er hafin á golfboxinu.


"Það er mikil tilhlökkun að fá kylfinga til okkar því við fullyrðum að völlurinn hefur aldrei verið eins góður á þessum árstíma," segir Birkir Már Birgisson, framkvæmdastjóri GKB.


Leikfyrirkomulag:

Betri bolti tveir saman í liði.

Hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28.

Karlar sem verða 70 ára á árinu og eldri spila frá Rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undanþágu frá því, með því að skrifa það í skilaboð.


Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin frá Húsasmiðjunni:

1. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.

2. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.

3. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.


Nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.


Skráning: 

Ekki er enn hægt að velja rástíma í mótum þar sem um er að ræða lið. Því er nauðsynlegt að skrá sig á ákveðinn hátt, til að tryggja að allir fái ósk sína uppfyllta.

1) Skrá nafn liðsins.

2) Skrá félaga í liðinu með félagsnúmeri (GKB meðlimir munið 57-xxx).

3) Velja hvort þið viljið ræsingu snemma eða seint.

4) Skrifa skilaboð um með hverjum þið viljið spila.


Að leik loknum verður ljúffeng humarsúpa í boði í skálanum á 3.500 kr.




2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!