Fyrsta mót sumarsins

maí 16, 2022

Fyrsta mót sumarsins í Kiðjabergi

Fyrsta golfmót sumarsins á Kiðjabergsvelli, Grand Open, fer fram næstkomandi laugardag, 21. maí. Mótið er opið fyrir alla kylfinga sem skráðir eru í golfklúbb á Íslandi. Leikfyrirkomulag mótsins er Betri bolti, þar sem tveir eru saman í liði. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Skráning er hafin á golfboxinu.


"Það er mikil tilhlökkun að fá kylfinga til okkar því við fullyrðum að völlurinn hefur aldrei verið eins góður á þessum árstíma," segir Birkir Már Birgisson, framkvæmdastjóri GKB.


Leikfyrirkomulag:

Betri bolti tveir saman í liði.

Hámarks leikforgjöf karla 24 og kvenna 28.

Karlar sem verða 70 ára á árinu og eldri spila frá Rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undanþágu frá því, með því að skrifa það í skilaboð.


Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin frá Húsasmiðjunni:

1. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.

2. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.

3. Gjafabréf frá Húsasmiðjunni.


Nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.


Skráning: 

Ekki er enn hægt að velja rástíma í mótum þar sem um er að ræða lið. Því er nauðsynlegt að skrá sig á ákveðinn hátt, til að tryggja að allir fái ósk sína uppfyllta.

1) Skrá nafn liðsins.

2) Skrá félaga í liðinu með félagsnúmeri (GKB meðlimir munið 57-xxx).

3) Velja hvort þið viljið ræsingu snemma eða seint.

4) Skrifa skilaboð um með hverjum þið viljið spila.


Að leik loknum verður ljúffeng humarsúpa í boði í skálanum á 3.500 kr.




Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: