Góð þátttaka í Gull 24 Open

Valur Jónatansson • 29. júní 2025

Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!

Gull 24 Open lauk á Kiðjabergsvelli í gær, laugardag. Byrjað var að ræsa út keppendur klukkan 14 föstudaginn 27. júní og var ræst út í heilan sólarhring. Milt og gott veður var mest allan tímann, sólin lét sjá sig um tíma og eins komu nokkrar rigningaskúrir. 320 keppendur mættu til leiks og var keppt í fimm flokkum, bæði punktakeppni karla og kvenna og höggleik án forgjafar.


Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Gunnar Þór Heimisson úr GKB léku best allra í höggleik, báðir á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Aron Emil lék aðeins betur en Gunnar á seinni níu og telst því sigurvegari í þessum flokki. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS varð þriðji á 71 höggi.


Verðlaun eru fyrir efstu 5 sætin í hverjum punktaflokki og besta skor.

Úrslit í einstökum flokkum:

Karlar í forgjafarflokki +8 til 15,9
1. Lárus Guðmundsson, Golfkúbbi Selfoss 38 punktar

2. Jón Gunnarsson, Golfklúbbur Suðurnesja 38

3. Harald Pétursson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 38

4. Magnús Rósinkrans Magnússon, Golfklúbbur Kiðjabergs 38

5. Benóný Friðriksson, Golfklúbbur Vestmannaeyja 37


Karlar 16,0 til 28
1. Kristján Víkingur Helgason, Golfklúbbur Reykjavíkur 43

2. Tryggvi Þór Einarsson 39

3. Óli Þór Júlíusson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 38

4. Halldór Halldórsson, Golfklúbburinn Setberg 37

5. Þorsteinn Yngvason, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 37


Konur +8 til 19,9
1. Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir Golfklúbbur Mosfellsbæjar 35

2. Þórunn Elfa Bjarkadóttir Golfklúbbur Reykjavíkur 29

3. Brynhildur Sigursteinsdóttir, Golfklúbbur Kiðjabergs 29

4. Eyrún Sigurjónsdóttir, Golfklúbbur Álftaness 28

5. Guðrún Ýr Birgisdóttir, Golfklúbbur Reykjavíkur 27

Konur 20 til 32
1. Hjördís Baldursdóttir, Golfklúbbur Suðurnesja 40

2. Svandís Þorsteinsdóttir, Golfklúbbur Suðurnesja 38

3. Þórunn Einarsdóttir, Golfklúbbur Suðurnesja 34

4. Þóra Sumarlín Jónsdóttir. Golfklúbbur Selfoss 34

5. Aníta Ösp Ingólfsdóttir, Golfklúbbur Brautarholts 32


Verðlaun:

1. sæti - Öxi 66 Norður jakki og 40 þúsund króna gjafabréf hjá Eagle Golfferðir

2. sæti - Helgafell 66 Norður Vesti og gjafabréf fyrir tvo á Kiðjabergsvöll

3. sæti - Ecco S-Casual golfskór frá S4S og hringur fyrir einn a Kiðjabergsvöll

4. sæti - 15 þúsund króna gjafabréf frá Eagle Golfferðir og hringur fyrir einn á Kiðjabergsvöll

5. sæti - 66 Norður Polo stuttermabolur


Besta skor - Ecco S Casual golfskór og hringur fyrir tvo á Kiðjabergsvöll


Nándarverðlaun á öllum par 3 holum:

3. hola - Hjördís Baldursdóttir 70cm

7. hola - Mario Ingi 97cm

12. hola - Jón Rúnar 80cm

16. hola- Ólafur Marel 90cm

Önnur verðlaun:

Lengsta pútt ofan í holu á 18. holu - Atli Steinþórsson 15,84m

Púttkeppni 66 Norður - Kjartan Sævarsson - 6 undir

Útdráttarverðlaun 1 úr púttkeppni - Jón Kjartan

Útdráttarverðlaun 2 úr púttkeppni - Sveinbjörg Ingvarsdóttir


Golfklúbbur Kiðjabergs þakkar öllum fyrir þátttökuna og vonast til að sjá ykkur sem flest aftur á vellinum í sumar. Verðlaun má nálgast í golfskálanum Kiðjabergi.


Myndirnar tóku Valur Jónatansson og Steinunn Ásta Ingadóttir.


Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"