Vertu hluti af einstöku golfævintýri

Valur Jónatansson • 26. júní 2025

Veðurspáin lofar góðu!

Nú styttist óðum í eitt stærsta golfmót ársins. Gull24 Open. Það hefst á morgun,  föstudaginn 27. júní og stendur yfir í heilan sólarhring.. Veðurspáin lofar góðu, hægur vindur og gæti sést til sólar. Enn eru laus pláss fyrir þá sem hafa áhuga.


Komdu og vertu hluti af einstöku golfævintýri í miðnætursól á einum fallegasta golfvelli landsins! Gull 24 Open er glæsilegt einstaklingsmót með forgjöf – opið öllum kylfingum!  Golfskálinn opinn allan sólarhringinn.


Keppnisflokkar

Karlar +8 til 15,9

Karlar 16,0 til 28

Konur +8 til 19,9

Konur 20 til 32


Verðlaun eru fyrir efstu 5 sætin í hverjum punktaflokki og besta skor. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.

1. sæti - Öxi 66 Norður jakki og 40 þúsund króna gjafabréf hjá Eagle Golfferðir

2. sæti - Helgafell 66 Norður Vesti og gjafabréf fyrir tvo á Kiðjabergsvöll

3. sæti - Ecco S-Casual golfskór frá S4S og hringur fyrir einn a Kiðjabergsvöll

4. sæti - 15 þúsund króna gjafabréf frá Eagle Golfferðir og hringur fyrir einn á Kiðjabergsvöll

5. sæti - 66 Norður Polo stuttermabolur

Einnig veitt verðlaun fyrir besta skor (bæði kyn saman í flokki)

Besta skor - Ecco S Casual golfskór og hringur fyrir tvo á Kiðjabergsvöll


Ógleymanleg upplifun í hjarta náttúrunnar. Skráning er í fullum gangi í Golfbox. Tryggðu þér rástíma í tíma.

Verð í mótið er 8.000 kr. og greiðist við skráningu (Ódýrara en venjulegt vallargjald).


SKRÁNING HÉR.



Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!