Vertu hluti af einstöku golfævintýri

Valur Jónatansson • 26. júní 2025

Veðurspáin lofar góðu!

Nú styttist óðum í eitt stærsta golfmót ársins. Gull24 Open. Það hefst á morgun,  föstudaginn 27. júní og stendur yfir í heilan sólarhring.. Veðurspáin lofar góðu, hægur vindur og gæti sést til sólar. Enn eru laus pláss fyrir þá sem hafa áhuga.


Komdu og vertu hluti af einstöku golfævintýri í miðnætursól á einum fallegasta golfvelli landsins! Gull 24 Open er glæsilegt einstaklingsmót með forgjöf – opið öllum kylfingum!  Golfskálinn opinn allan sólarhringinn.


Keppnisflokkar

Karlar +8 til 15,9

Karlar 16,0 til 28

Konur +8 til 19,9

Konur 20 til 32


Verðlaun eru fyrir efstu 5 sætin í hverjum punktaflokki og besta skor. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.

1. sæti - Öxi 66 Norður jakki og 40 þúsund króna gjafabréf hjá Eagle Golfferðir

2. sæti - Helgafell 66 Norður Vesti og gjafabréf fyrir tvo á Kiðjabergsvöll

3. sæti - Ecco S-Casual golfskór frá S4S og hringur fyrir einn a Kiðjabergsvöll

4. sæti - 15 þúsund króna gjafabréf frá Eagle Golfferðir og hringur fyrir einn á Kiðjabergsvöll

5. sæti - 66 Norður Polo stuttermabolur

Einnig veitt verðlaun fyrir besta skor (bæði kyn saman í flokki)

Besta skor - Ecco S Casual golfskór og hringur fyrir tvo á Kiðjabergsvöll


Ógleymanleg upplifun í hjarta náttúrunnar. Skráning er í fullum gangi í Golfbox. Tryggðu þér rástíma í tíma.

Verð í mótið er 8.000 kr. og greiðist við skráningu (Ódýrara en venjulegt vallargjald).


SKRÁNING HÉR.



2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!