Meistaramót GKB 2025

Valur Jónatansson • 1. júlí 2025

Meistaramótsvika GKB!

Meistaramót Golfklúbbs Kiðjabergs árið 2025 verður haldið dagana 3. til 5. júlí. Hægt er að velja um þriggja daga mót og tveggja daga punktakeppni.  Ræst út samtímis klukkan 10:00 fimmtudaginn og föstudaginn 3. og 4. júlí og svo klukkan 09:00 laugardaginn 5. júlí.


Opnu flokkarnir (Opinn flokkur, Öldungar og Unglingar 16 ára og yngri) verða leiknir 4. og 5. júlí.

Forgjafarflokkar og leikfyrirkomulag er eftirfarandi:
Þriggja daga Meistaramót (54 holur)
1. flokkur karla: 7,0 til 13,9 - Höggleikur án forgjafar
2. flokkur karla: 14,0 til 20,4 - Höggleikur án forgjafar
3. flokkur karla: 20,5 til 54 (36 hámarks vallarforgjöf) - Punktakeppni m. forgjöf
1. flokkur kvenna: +8 til 20,4 - Höggleikur
2. flokkur kvenna: 20,5 til 54 (36 hámarks vallarforgjöf) - Punktakeppni m. forgjöf

Tveggja daga Meistaramót - Opnir flokkar (36 holur)
Opinn flokkur - Punktakeppni m. forgjöf
Öldungar - Punktakeppni m. forgjöf
Unglingar 16 ára og yngri - Punktakeppni m. forgjöf

Keppendum boðið að leigja golfbíl á 2.500kr per hring. Ef tveir í sama holli hafa pantað golfbíl skulu þeir deila viðkomandi bíl og kostnaði.


Skráning er opin í Golfbox. Einnig er mögulegt að skrá sig í þriggja daga eða tveggja daga mótið með því að ýta á annanhvorn takkann fyrir neðan.


Skráning - 3ja daga Meistaramót


Skráning - 2ja daga Meistaramót


Lokahóf á laugardaginn
Lokahóf Meitaramótsins verður haldið laugardagskvöldið 5. júlí. Danskt smørre hlaðborð að hætta Rakelar verður í boði og kostar 6.500kr á mann. Borðhald hefst kl. 19 og má gera ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 19.45.

Til að panta sæti þarf að senda póst á 
rakelmatt@gkb.is eða hringja í síma 699-4969.

Hvetjum alla til að mæta, njóta góðra veiga og góðs félagsskaps með öðrum klúbbmeðlimum!



Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Eftir Valur Jónatansson 16. júní 2025
Jónsmessumótið handan við hornið!
Eftir Valur Jónatansson 9. júní 2025
Getur valið að spila á hvaða tíma sólarhringsins sem er!
Eftir Valur Jónatansson 8. júní 2025
Úrslit í Stóra 66° Norður Texas mótinu!
Eftir Valur Jónatansson 3. júní 2025
Stóra Texas mótið - eitt vinsælasta mótið á Kiðjabergi
Eftir Valur Jónatansson 31. maí 2025
Daníel og Eggert á 14 höggum undir pari
Eftir Valur Jónatansson 25. maí 2025
Gran Open fer fram 31. maí
Eftir Valur Jónatansson 11. maí 2025
50 manns mættu til leiks á vinnudag GKB
Eftir Valur Jónatansson 8. maí 2025
GKB GRAND OPEN - 2JA MANNA BETRI BOLTI
Fleiri færslur