Gunnar Þór klúbbmeistari 2025

Valur Jónatansson • 2. júlí 2025

Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!

Meistaraflokkur karla tók forskot á sæluna og lék sitt meistaramót sunnudaginn 29. júní.  Gunnar Þór Heimisson sigraði og lék 36 holur á 150 höggum, eða 8 höggum yfir pari. Aðrir flokkar hefja leik í meistaramótinu á fimmtudag og föstudag. Lokahóf verður síðan í golfskálanum á laugardagskvöld.


Alls tóku þrettán keppendur þátt í meistaraflokki og spiluðu í ágætis veðri sl. sunnudag. Eins og áður segir var það Gunnar Þór sem stóð uppi sem sigurvegari, en hann vann með minnsta mun því Pétur Freyr Pétursson lék á 151 höggi. Klúbbmeistarinn frá í fyrra, Andri Jón Sigurbjörnsson, varð þriðji á 152 höggum.

Það er stutt stund milli stríða hjá Gunnari Þór því hann hélt til Ungverjalands í þessari viku til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópumóti piltalandsliða.

Við óskum Gunnari Þór til lukku með titilinn og góðs gengis í Ungverjalandi!


Mynd: Gunnar Þór klúbbmeistari ásamt Gunnari afa sínum, sem er oftast kylfusveinn fyrir kylfinginn unga.

Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Eftir Valur Jónatansson 16. júní 2025
Jónsmessumótið handan við hornið!
Eftir Valur Jónatansson 9. júní 2025
Getur valið að spila á hvaða tíma sólarhringsins sem er!
Eftir Valur Jónatansson 8. júní 2025
Úrslit í Stóra 66° Norður Texas mótinu!
Eftir Valur Jónatansson 3. júní 2025
Stóra Texas mótið - eitt vinsælasta mótið á Kiðjabergi
Fleiri færslur