Gunnar Þór klúbbmeistari 2025

Valur Jónatansson • 2. júlí 2025

Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!

Meistaraflokkur karla tók forskot á sæluna og lék sitt meistaramót sunnudaginn 29. júní.  Gunnar Þór Heimisson sigraði og lék 36 holur á 150 höggum, eða 8 höggum yfir pari. Aðrir flokkar hefja leik í meistaramótinu á fimmtudag og föstudag. Lokahóf verður síðan í golfskálanum á laugardagskvöld.


Alls tóku þrettán keppendur þátt í meistaraflokki og spiluðu í ágætis veðri sl. sunnudag. Eins og áður segir var það Gunnar Þór sem stóð uppi sem sigurvegari, en hann vann með minnsta mun því Pétur Freyr Pétursson lék á 151 höggi. Klúbbmeistarinn frá í fyrra, Andri Jón Sigurbjörnsson, varð þriðji á 152 höggum.

Það er stutt stund milli stríða hjá Gunnari Þór því hann hélt til Ungverjalands í þessari viku til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópumóti piltalandsliða.

Við óskum Gunnari Þór til lukku með titilinn og góðs gengis í Ungverjalandi!


Mynd: Gunnar Þór klúbbmeistari ásamt Gunnari afa sínum, sem er oftast kylfusveinn fyrir kylfinginn unga.

Eftir Valur Jónatansson 30. desember 2025
Þökkum fyrir árið sem er að líða!
Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!