Meistaramót - 1. keppnisdagur
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna

Meistaramót Golfklúbbs Kiðjabergs árið 2025 hófst formlega í dag 3. júlí og voru allir keppendur ræstir út samtímis klukkan 10:00. Keppt er í fimm flokkum karla og kvenna. Á morgun, föstudag, hefst síðan keppni í tveggja daga punktakeppni, karla, kvenna og öldunga. Meistaraflokkur karla lék meistaramótið sl. sunnudag.
Staðan eftir fyrsta keppnisdag af þremur:
1. flokkur karla: forgjöf 7,0 til 13,9:
1. Magnús Þór Haraldsson 84
2. Atli Geir Gunnarsson 84
3. Andrés I Guðmundsson 86
4. Oddur Stefánsson 92
5. Hjalti Sigurðarson 105
2. flokkur karla: 14,0 til 20,4:
1. Þröstur Már Sigurðsson 85
2. Guðmundur K Ásgeirsson 92
3. Árni Sveinbjörnsson 96
4. Andri Kári Unnarsson 97
5. Börkur Arnviðarson 102
6. Baldur Örn Guðnason 109
3. flokkur karla: 20,5 til 54 (Punktakeppni):
1. Helgi Einarsson 40
2. Magnús Arnarson 33
3. Hannes Hjartarson 24
1. flokkur kvenna: +8 til 20,4:
1. Bergljót Kristinsdóttir 91
2. Þuríður Ingólfsdóttir 93
3. Guðný Kristín S Tómasdóttir 95
4. Brynhildur Sigursteinsdóttir 96
5. Theodóra Stella Hafsteinsdóttir 98
6. Regína Sveinsdóttir 101
2. flokkur kvenna: 20,5 til 54 (Punktakeppni m. forgjöf):
1. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir 33
2. Sigríður Hrund Pétursdóttir 31
3. Rakel Þóra Matthíasdóttir 31
4. Inga Dóra Sigurðardóttir 30
5. Kristín Nielsen 29