Meistaramót - 2. keppnisdagur
Metþátttaka í meistaramóti GKB

Sólin skein skært á öðrum degi Meistaramóts GKB á Kiðjabergsvelli í gær, 18 stiga hiti logn og sól. Heildartala keppenda í mótinu er 91, en aldrei hafa jafn margir tekið þátt í Meistaramóti klúbbsins. Lokadagur fer fram í dag og lokahóf í kvöld.
Mikil stemming var í keppendum og hörku keppni í flestum flokkum. Völlurinn er að verða komin í sitt besta form. Ræst er út samtímis af öllum teigum klukka 9:00 og er spáð ágætu veðri.
Við minnum jafnframt á "Smörrebrod" hlaðborð Rakelar í golfskálaum í kvöld kl. 19. Sætispantanir fara fram í síma 6994969 eða rakelmatt@gkb.is
HÉR má sjá stöðuna í þriggja daga mótinu
Hér má sjá stöðua í tveggja daga mótinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær. Augljóslega má sjá að það var mikil stemming meðal keppenda.