Grand Open um helgina

Valur Jónatansson • 25. maí 2025

Gran Open fer fram 31. maí

Fyrsta opna mót sumarsins, GRAND OPEN, og fer fram laugardaginn 31. maí. Allir keppendur verða ræstir út á sama tíma, klukkan 09:00. Leikfyrirkomulag er tveggja manna Betri Bolti með forgjöf (punktar). Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum teigum.


Leikfyrirkomulag:

Betri bolti m. forgjöf (punktar) tveir saman í liði.

Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk fleiri punkta á holu.

Ræst er út af öllum teigum á sama tíma kl. 09:00 (shotgun).


Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32. Karlar spila af gulum teigum og konur af rauðum teigum.

Karlar sem verða 70 ára á árinu og eldri spila frá rauðum teig, en leikmenn geta að sjáfsögðu beðið um undanþágu frá því, með því að skrifa það í Skilaboð.


Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin og næst holu

1. sæti - 2x Vatnajökull vesti frá 66 Norður

2. sæti - 2x Tindur vesti frá 66 Norður

3. sæti - Ecco S-Casual Golfskór

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum - 10 þús. króna gjafabréf í Minigarðunum


Óskir um golfbíla á meðan móti stendur skal senda á gkb@gkb.is. Staðfestingu þarf frá golfklúbbi að bíll sé frátekinn.

Mótagjald er óendurkræft ef hætt er við þátttöku innan 24 klukkustunda fyrir rástíma.


HÉR er hægt að skrá sig í mótið.


Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!