Úrslit í Grand Open

Valur Jónatansson • 31. maí 2025

Daníel og Eggert á 14 höggum undir pari

Fyrsta opna mót ársins á Kiðjabergsvelli, GRAND OPEN, fór fram í blíðskapar veðri í dag, laugardaginn 31. maí. Leikfyrirkomulag var tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Sigurvegarar voru Mosfellingarnir Daníel Jónsson og Eggert Páll Einarsson, en þeir nefndu liðið sitt 270 og léku á 57 höggum nettó, eða 14 höggum undir pari.


Lið 270 var í nokkrum sérflokki því næstu lið voru sjö höggum á eftir. Lið Unnarsson/Kristmundsdóttir (Gunnlaugur Kristinn Unnarsson og Helga Kristmundsdóttir úr GKB) hafnaði í 2. sæti á 64 höggum og Hvíti Riddarinn (Geir Rúnar Birgisson og Laufey Ólafsdóttir úr GM) í þriðja sæti á sama skori, en aðeins lakari á seinni níu.


Glæsileg verðlaun voru fyrir 3 efstu sætin:

1. sæti - 2x Vatnajökull vesti frá 66 Norður

2. sæti - 2x Tindur vesti frá 66 Norður

3. sæti - Ecco S-Casual Golfskór


Nándarverðlaun:

3. hola: Björn Levi Valgeirsson, GKG, -  1,73 m

7. hola; Ásgeir Steinarsson,  Golfklúbbi Sandgerðis - 3,56 m.

12. hola: Andri Hrafn Þorvaldsson, GKB - 0,45 m.

16. hola:   Benóný Friðriksson, GV - 3,62

Þau hljóta 10.00 króna gjafabréf frá Minigarðunum.


Eins og áður segir var veðrið mjög gott og mikil og góð stemmning meða keppenda. GKB þakkar öllum keppendum fyrir komuna í fyrsta mót sumarsins. Hægt er að nálgast öll verðlaun í golfskálanum Kiðjabergi.


HÉR   má sjá heildarúrslit mótsins.




Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!