Gull Styrktarmót; 4. ágúst

Valur Jónatansson • ágú. 02, 2023

Skráning er í fullum gangi í Gull Styrktarmót GKB

Skráning er nú í fullum gangi í Gull Styrktarmót GKB sem verður haldið laugardaginn 5. ágúst næstkomandi.  Nú er hver að verða síðastur að skrá sig því það er að verða fullt í mótið.


Leikið er Texas Scramble, tveir saman í liði.  Hámarks leik forgjöf karla er 24 og kvenna 28. Forgjöf liða reiknast sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 2,5 - þó ekki hærra en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.  Hámarksliðsforgjöf getur verið 22 m.v. tvær konur m. 28 í vallarforgjöf spili saman (56*0,4 = 22,4)


Verðlaunin eru fyrir efstu þrjú sætin,  gjafabréf í verslunum Timberland sem eru staðsettar í Kringlunni og Smáralind.


1. sæti - 2x 40 þús króna gjafabréf í Timberland
2. sæti - 2x 30 þús króna gjafabréf í Timberland
3. sæti - 2x 25 þús króna gjafabréf í Timberland


Einnig verða glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.


Skráning er í fullum gangi í
GolfBox og lýkur klukkan 12 á hádegi föstudaginn 4. ágúst.

Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: