Pilsaþytur | 4. ágúst 2023

20. júlí 2023

9 holu Texas Scramble kvennamót. Tvær konur eru saman í liði, vön og óvön. Leiknar eru holur 1-9.

Föstudaginn 4. ágúst nk. verður Pilsaþytur í Kiðjabergi. Litaþemað í ár litagleði, sumar og sól . Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Skráningu lýkur í Golfboxinu 28. júlí kl. 12:00.


Mótið er 9 holu Texas Scramble kvennamót, þar sem 2 konur eru saman í liði, vön og óvön.  Leiknar verða holur 1-9. Ræst verður út stundvíslega kl: 18.00. Hámarksfjöldi í mótið er 64 konur (16 holl og 34 lið).


Hámarksleikforgjöf er 36 og reiknast forgjöf hvers liðs þannig: samanlögð forgjöf liðsins deilt með 4 en leikforgjöf liðsins er þó aldrei hærri en forgjöf þeirrar sem er með lægri forgjöfina.


Verðlaun eru veitt til þriggja efstu liðanna í mótinu. Þær konur sem slá inná "green" á sjöundu fá verðlaun. Verðlaun eru í boði BYGG, byggingafélags Gylfa og Gunnars sem eru styrktaraðilar mótsins.


Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i þar sem meðal annars akandi bar verður á staðnum.


Kylfingar sem eru ekki með aðildarnúmer í golfklúbbi senda póst á bethanna1705@gmail.com með nafni liðsins og forgjöf ásamt nafni þeim liðsfélaga sem ætlunin er að spila með. Athugið að ekki er hægt að skrá sig á staðnum eða eftir að skráningartíma lýkur þann 28. júlí.


GKB konur eru hvattar til að bjóða með sér vinkonu í mótið. Sköpum skemmtilega stemmingu á Kiðjabergi. Verð aðeins kr. 3.000 kr.


Í boði verður dýrindis súpa að hætti Rakelar að leik loknum. Panta þarf súpuna fyrirfram í Golfboxinu og kostar 3.500 kr.


Óskir um golfbíl sendast á gkb@gkb.is. Til að vera viss um að fá golfbíl þarf að fá staðfestingu frá golfklúbbnum.


Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 2. júlí 2025
Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Fleiri færslur