Pilsaþytur | 4. ágúst 2023

20. júlí 2023

9 holu Texas Scramble kvennamót. Tvær konur eru saman í liði, vön og óvön. Leiknar eru holur 1-9.

Föstudaginn 4. ágúst nk. verður Pilsaþytur í Kiðjabergi. Litaþemað í ár litagleði, sumar og sól . Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Skráningu lýkur í Golfboxinu 28. júlí kl. 12:00.


Mótið er 9 holu Texas Scramble kvennamót, þar sem 2 konur eru saman í liði, vön og óvön.  Leiknar verða holur 1-9. Ræst verður út stundvíslega kl: 18.00. Hámarksfjöldi í mótið er 64 konur (16 holl og 34 lið).


Hámarksleikforgjöf er 36 og reiknast forgjöf hvers liðs þannig: samanlögð forgjöf liðsins deilt með 4 en leikforgjöf liðsins er þó aldrei hærri en forgjöf þeirrar sem er með lægri forgjöfina.


Verðlaun eru veitt til þriggja efstu liðanna í mótinu. Þær konur sem slá inná "green" á sjöundu fá verðlaun. Verðlaun eru í boði BYGG, byggingafélags Gylfa og Gunnars sem eru styrktaraðilar mótsins.


Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i þar sem meðal annars akandi bar verður á staðnum.


Kylfingar sem eru ekki með aðildarnúmer í golfklúbbi senda póst á bethanna1705@gmail.com með nafni liðsins og forgjöf ásamt nafni þeim liðsfélaga sem ætlunin er að spila með. Athugið að ekki er hægt að skrá sig á staðnum eða eftir að skráningartíma lýkur þann 28. júlí.


GKB konur eru hvattar til að bjóða með sér vinkonu í mótið. Sköpum skemmtilega stemmingu á Kiðjabergi. Verð aðeins kr. 3.000 kr.


Í boði verður dýrindis súpa að hætti Rakelar að leik loknum. Panta þarf súpuna fyrirfram í Golfboxinu og kostar 3.500 kr.


Óskir um golfbíl sendast á gkb@gkb.is. Til að vera viss um að fá golfbíl þarf að fá staðfestingu frá golfklúbbnum.


Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!