Gull Styrktarmót GKB - Texas Scramble

Valur Jónatansson • 24. ágúst 2025

Tvíburabræðurnir kunna líka golf!

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir sýndu í gær að þeir eru ekki bara góðir í fótbolta. Þeir léku saman í liði AB í Gull Styrktarmóti GKB (Texas Scramble) á Kiðjabergsvelli og sigruðu eftir jafna og spennandi keppni. Þeir léku á 65 höggum nettó og fengu 48 punkta.  Alls tóku 74 lið þátt í keppninni.


Lið Homo Erectus, sem var skipað Agli Kára Þórðarsyni úr GR og Ægi Þorsteinssyni úr GG voru einnig á 48 punktum, en Arnar og Bjarki léku betur á seinni níu og því sigurinn þeirra.


Leikfyrirkomulag í mótinu var Texas Scramble þar sem tveir kylfingar voru saman í liði. Hámarks leik forgjöf karla 24 og kvenna 32. Forgjöf liða reiknaðist sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 3 - þó ekki hærra en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.


Verðlaun fyrir 5 efstu sætin:

1. sætið - Deluxe herbergi í eina nótt f. tvo með morgunverði og aðgang að spa á Hótel Vesturland og hringur f. tvo á Kiðjabergsvöll


2. sæti - 2x Öxi jakki frá 66 Norður


3. sætið - Standard herbergi í eina nótt f. tvo m. morgunverði og aðgang að spa á Hótel Vesturland og hringur f. tvo á Kiðjabergsvöll.


4. sæti - Standard herbergi í eina nótt f. tvo m. morgunverði og aðgang að spa á Hótel Vesturland.


5. sæti - Hringur f. tvo á Kiðjabergsvelli m. golfbíl


Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum frá Ölgerðinni og eftirtaldir voru næstir holu:

3. hola: Gylfi Dagur 85 cm

7. hola: Arnar Jón 1,01 m

12. hola: Róbert Guðmundsson 1,23 m

16. hola: Eyþór Almar 1,23 m


Við þökkum öllum kylfingum fyrir komuna og geta vinningshafar vitja vinninga í golfskálanum Kiðjabergi.


Öll úrslit má sjá HÉR.

29. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september