Gull Styrktarmót GKB - Texas Scramble

Valur Jónatansson • 24. ágúst 2025

Tvíburabræðurnir kunna líka golf!

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir sýndu í gær að þeir eru ekki bara góðir í fótbolta. Þeir léku saman í liði AB í Gull Styrktarmóti GKB (Texas Scramble) á Kiðjabergsvelli og sigruðu eftir jafna og spennandi keppni. Þeir léku á 65 höggum nettó og fengu 48 punkta.  Alls tóku 74 lið þátt í keppninni.


Lið Homo Erectus, sem var skipað Agli Kára Þórðarsyni úr GR og Ægi Þorsteinssyni úr GG voru einnig á 48 punktum, en Arnar og Bjarki léku betur á seinni níu og því sigurinn þeirra.


Leikfyrirkomulag í mótinu var Texas Scramble þar sem tveir kylfingar voru saman í liði. Hámarks leik forgjöf karla 24 og kvenna 32. Forgjöf liða reiknaðist sem samanlögð vallarforgjöf liðs, deilt með 3 - þó ekki hærra en forgjöf þess liðsmanns sem hefur lægsta vallarforgjöf.


Verðlaun fyrir 5 efstu sætin:

1. sætið - Deluxe herbergi í eina nótt f. tvo með morgunverði og aðgang að spa á Hótel Vesturland og hringur f. tvo á Kiðjabergsvöll


2. sæti - 2x Öxi jakki frá 66 Norður


3. sætið - Standard herbergi í eina nótt f. tvo m. morgunverði og aðgang að spa á Hótel Vesturland og hringur f. tvo á Kiðjabergsvöll.


4. sæti - Standard herbergi í eina nótt f. tvo m. morgunverði og aðgang að spa á Hótel Vesturland.


5. sæti - Hringur f. tvo á Kiðjabergsvelli m. golfbíl


Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum frá Ölgerðinni og eftirtaldir voru næstir holu:

3. hola: Gylfi Dagur 85 cm

7. hola: Arnar Jón 1,01 m

12. hola: Róbert Guðmundsson 1,23 m

16. hola: Eyþór Almar 1,23 m


Við þökkum öllum kylfingum fyrir komuna og geta vinningshafar vitja vinninga í golfskálanum Kiðjabergi.


Öll úrslit má sjá HÉR.

Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post