Gullmerki GKB

Valur Jónatansson • 22. júní 2023

Gunnar og Þórhalli hlutu gullmerki GKB

Gunnar Þorláksson og Þórhalli Einarsson hlutu fyrstir félagsmanna gullmerki GKB en gullmerkið er veitt þeim aðilum sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu GKB í langan tíma. Er þetta leið klúbbsins til að þakka kærlega fyrir það framlag.

Gunnar hefur setið í stjórn GKB frá stofnun klúbbsins árið 1993 og verið formaður vallarnefndar. Hann hefur eytt ómældum vinnustundum og komið að klúbbnum með einum eða öðrum hætti frá upphafi, hefur verið drifkraftur frá byrjun og á mikinn þátt í uppgangi GKB. Ef eitthvað hefur komið upp á hefur Gunnar ætið verið fyrsti maðurinn til að bregðast við.

Þórhalli hefur setið í stjórn GKB lengur en margir menn muna, verið í mótanefnd og í núverandi vallarnefnd auk þess að hafa verið formaður GKB frá 2017 til 2019.

Það er ómögulegt að segja hvað þessir dugnaðarforkar hafa eytt miklum tíma í þágu klúbbsins. Sumir telja í mánuðum, aðrir í árum. Þeir þekkja hverja þúfu á golfvellinum hvort sem hún er snöggslegin eður ei. Óhætt má segja að þeir eigi mikinn þátt í núverandi stöðu GKB og er klúbburinn þeim drengjum mjög þakklátur .


Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 2. júlí 2025
Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Fleiri færslur