Jónsmessumót 2023

Valur Jónatansson • jún. 24, 2023

Lið Mira sigraði í Jónsmessumótinu

Það var kátt á hjalla í 9 holu Jónsmessumóti GKB sem fram fór föstudaginn 23. júní. Alls tóku 11 lið þátt í skemmtilegum 4ja manna Texas Scramble, með smá tvisti en eitt teighögg hjá hverjum liðsmanni yrði að vera valið.

Lið Mira skipað þeim Guðjóni Magnússyni, Sigrid Margréti Hálfdánardóttur, Sigurði Sveinbirnssyni og Árna Henry Gunnarssyni stóð upp sem sigurvegari með 27 punka líkt og lið Ásar/AV en með fleiri punkta síðustu 6 holur.

Einnig voru veitt úrdráttarverðlaun en lið Bæng fékk tvo kassa af Collab frá Ölgerðinni og lið Ásar/AV tvær 55 mínútna parakennslur hjá Þórði Rafni Gissurarsyni, framkvæmastjóra GKB og PGA nema.


Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og frábært kvöld.


Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: