Gull 24 Open | Stærsta mót ársins!

Valur Jónatansson • jún. 26, 2023

Ekki missa af stærsta móti ársins 30. júní - 1. júlí 2023

Skráning er nú í fullum gangi á Gull 24 Open, sem verður haldið á Kiðjabergsvelli dagana 30. júní til 1. júlí næstkomandi. Fyrsti rástími er kl. 14 föstudaginn 30. júní og sá síðasti kl. 13.50 á laugardeginum. Það er því spilað í mótinu í samfleytt í 24 klukkustundir, eða einn sólarhring. 

 

Mótið í ár verður með örlítið breyttu sniði. Í stað eins punktaflokks verða þeir tveir auk besta skors.


Flokkarnir eru eftirfarandi:

  • Fgj. til 17.9
  • Fgj. frá 18 til 24/28
  • Besta skor

Glæsileg verðlaun í boði fyrir efstu fimm sætin í hvorum punktaflokki m.a. gjafabréf frá Icelandair og ekki síðri verðlaun fyrir þann kylfing sem verður á besta skori. Ennfremur verða frábær nándarverðlaun á öllum par-3 holum vallarins.

Golfskálinn verður að sjálfsögðu opinn alla nóttina.

Allir pantarnir á golfbílum fara í gegnum gkb@gkb.is. Fyrstur kemur fyrstur fær og ekki hægt að ábyrgjast að golfbílar verði tilbúnir ef þeir hafa verið í útleigu áður.



Skráning fer fram á www.golf.is. Ef þið viljið fara stystu leið þá er hægt að skrá sig með því að ýta á vefslóðina að neðan https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3788279



Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: