Öll úrslit í Gull 24 Open

Valur Jónatansson • júl. 02, 2023

Yfir 300 þátttakendur og vallarmetið féll!

Gull 24 Open fór fram á Kiðjabergsvelli dagana 30. júní til 1. júlí, spilað var samfleytt í 24 klukkustundir, eða einn sólarhring. Rúmlega 300 þátttakendur mættu leiks og var veðrið mjög gott,  fyrir utan tvær 45 mínútna dembur (ein á föstudag og ein á laugardag). Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG gerði sér lítið fyrir og setti glæsilegt vallarmet af gulum teigum. Lék á 63 höggum, fékk 9 fugla og einn skolla.


Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir efstu fimm sætin í hvorum punktaflokki (forgjöf 0 - 17,9 og 18 til 24/28) og eins fyrir besta skor. Þá voru veitt nándarverðlaun á öllum par-3 holum vallarins.


Helstu úrslit í mótinu voru sem hér segir:

Punktakeppni +8 til 17.9

1.      Ólafur Einar Hrólfsson – 44 punktar

75 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

2.      Anton Kjartansson – 42 punktar

60 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

3.      Magnús Rósinkranz Magnússon - 38 punktar

40 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

4.      Ólafur Sigurjónsson – 38 punktar

Ecco S Three golfskór frá S4S

5.      Jón Haraldsson – 38 punktar

25 þúsund króna gjafabréf í Kjötbúðinni


Punktakeppni 18 til 24/28

1.      Ottó Þormar - 40 punktar (betri á seinni 9)

75 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

2.      Gerða Kristín Hammer – 40 punktar

60 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

3.      Magdalena Wojtas – 39 punktar (betri á seinni 9)

40 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

4.      Þóra Sumarlín Jónsdóttir - 39 punktar

Ecco S Three golfskór frá S4S

5.      Styrmir Örn Snorrason – 38 punktar (betri á seinni 9)

25 þúsund króna gjafabréf hjá Kjötbúðinni


Besta skor án forgjafar

Sigurður Arnar Garðarsson - 63 högg (-8) - Nýtt vallarmet af gulum teigum

40 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair

 

Nándarverðlaun

3. hola - Sigurður Arnar Garðarsson - 70cm

Hringur f. tvo á Kiðjabergsvelli, kassi af Egils Gull og kylfumæling hjá Golfskálanum

7. hola – Ragnar Már Garðarsson - 1,23m

Fimm kassar af Egils Gull og kylfumæling hjá Golfskálanum

12. Hola - Árni Leósson - 76cm

Nespressó kaffivél og kassi af Egils Gull

16. Hola - Stefán Bjarni Hjaltested – 17cm

20 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair, kassi af Egils Gull og kylfumæling hjá Golfskálanum

 

Keppendur geta vitjað verðlaun sín í klúbbhúsi GKB eða haft samband við gkb@gkb.is varðandi afhendingu á verðlaunum. 


GKB þakkar öllum þátttakendum fyrir komuna á Kiðjabergsvöll og vonandi mæta þeir allir til leiks að ári.


Öll úrslit má nálgast HÉR.


Hér fyrir neðan má sjá Sigurð Arnar Garðarson, sem setti glæsilegt vallarmet, og bætti fyrra metið um 3 högg. Hann lék fyrri  níu á 33 höggum og seinni níu á 30 höggum.


Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: