Hjartastuðtæki á vellinum!
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli

Nýverið voru sett upp hjartastuðtæki í sitthvora salernisaðstöðuna, þ.e. milli 3. og 4. brautar og við sameiginlegan teig 12. og 16. á Kiðjabergsvelli.
Nú eru hjartastuðtækin þrjú talsins að meðtöldu tækinu sem er nú þegar til staðar í klúbbhúsi GKB.
Er þetta liður í því að geta brugðist við hjartaáföllum eða öðrum neyðartilvikum, sem krefst slíks tækis, á sem skemmstum tíma.
Með þessum hjartastuðtækjum og staðsetningum dregur úr viðbragðstíma og eykur líkurnar á lífsbjörgun.
GKB þakkar kærlega þeim sem komu að tækjunum með einum eða öðrum hætti.
