GKB áfram í 2. deild karla
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram á Selsvelli á Flúðum og lauk í dag, 25. júlí. Sveit GKB hafnaði í 7. sæti af 8 liðum. Það var sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur sem sigraði og leikur í fyrsta sinn í efstu deild að ári. Golfklúbbur Fjallabyggðar fellur í 3. deild.
Sveit GKB var skipuð eftirtöldum:
Pétur Freyr Pétursson
Andri Jón Sigurbjörnsson
Axel Ásgeirsson
Árni Gestsson
Ólafur Sigurjónsson
Árni Freyr Sigurjónsson
Birgir Már Vigfússon
Arnar Snær Hákonarson
Liðsstjóri var Snorri Hjaltason
Lokastaðan í 2. deild:
1. Golfklúbbur Bolungarvíkur
2. Golfklúbburinn Leynir1.
3. Golfklúbbur Setbergs
4. Nesklúbburinn
5. Golfklúbburinn Esja
6. Golfklúbburinn Oddur
7. Golfklúbbur Kiðjabergs
8. Golfklúbbur Fjallabyggðar
Myndin sem fylgir fréttinni er af sveit GKB, sem tók þátt í sveitakeppninni á Flúðum.