Hjóna og parakeppni Golfsögu/Verdi Trave - úrslit

Valur Jónatansson • 11. ágúst 2024

Stuð og stemmning í Hjóna og parakeppninni

Glæsileg Hjóna- og parakeppni Golfsögu/Verdi Travel fór fram á Kiðjabergsvelli í fínasta veðri um helgina.  Uppselt var í mótið, sem spilað var föstudag og laugardag, og komust færri að en vildu.


Á laugardagskvöldið var haldið glæsilegt lokahóf í golfskálanum þar sem dýrindis matur hjá Rakel var á boðstólnum, verðlaunaafhending og svo dans og djamm undir handleiðslu plötusnúðsins Hlyns Diskó.


Þátttakendur voru á einu máli að mótið hefði tekist með eindæmum vel og fóru allir sáttir frá borði enda lék veðrið við keppendur.


Á föstudeginum var leikinn fjórleikur (Betri bolti) og á laugardeginum 2ja manna Texas Scramble. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf var 24 hjá körlum og 28 hjá konum.


Helstu úrslit voru eftirfarandi:


Nándarverðlaun 

Dagur 1 – Kassi af Egils Gull og kylfumæling hjá Golfskálanum

3. hola – Stella Hafsteins – 3,64m

7. hola - Jói Spói Barkarson – 2,87m

12. Hola – Doddi – 7,00m

16. Hola – Ingveldur Björk - 3,93m


Dagur 2 - 20 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsögu/Verdi Travel

3. hola - Jón Valgeir - 88cm

7. hola - Lárus Petersen - 1,99m

12. Hola – Victor Viktorsson - 28cm

16. Hola - Magnús Haraldsson – 1,86m


Lengsta teighögg kvenna – Margrét Guðrún Andrésdóttir

Lengsta teighögg karla – Magnús Haraldsson


Hjóna- og parakeppni :
2x 85 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsaga/Verdi Travel

  1. sæti: Bjargey og Þorsteinn - 96 punktar

 2x 60 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsaga/Verdi Travel

2. sæti:  Prýðisfólk - 91 punktur

 2x 50 þúsund króna gjafabréf hjá Golfsaga/Verdi Travel

3. sæti: Deila með sér 3. sæti - Guðný og Þórhalli/Eagle Creek – 89 punktar - Betri á seinni 18 heldur en lið Ingólfs og Helenu.


Að auki voru úrdráttarverðlaun en öll lið fengu teiggjöf. Aðal úrdráttarverðlaun var 4ja nátta gisting og þrjár nætur á La Gomera á Tenerife og voru það Magnús Arnarsson og Hjördís Þórhallsdóttir sem duttu í lukkupottinn.


Við þökkum þátttakendum og styrktaraðilum mótsins - Golfsögu/Verdi Travel fyrir komuna og hlökkum til að sjá alla á næsta ári.

Að neðan má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni í lokahófinu og eins nokkrar myndir frá keppni laugardagsins.


Nánari úrslit mótsins má finna með því að smella HÉR.


Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð