Hjóna og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
Hjóna og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel fór fram í blíðskaparaveðri á Kiðjabergsvelli 8. og 9. ágúst. Uppselt var í mótið og var ræst út af öllum teigum samtímis. Það var liðið Prýðisfólk, sem var skipað þeim Guðbjörgu Elínu Ragnarsdóttur og Braga Þorsteini Bragasyni úr Golfklúbbnum Oddi, sem stóð uppi sem sigurvegari. Léku á samtals 92 punktum og unnu með fjögurra punkta mun.
Á föstudeginum vara spilaður fjórleikur (Betri bolti) og á laugardeginum 2ja manna Texas Scramble. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Í Texas Scramble var heildarforgjöf deilt með 2,5 þó ekki hærri en vallarforgjöf hjá forgjafarlægri kylfing liðs. Völlurinn er nú í sínu besta formi og voru keppendur sammála um það.
Nándarverðlaun var á öllum par 3 brautum báða dagana.
Dagur 1 - 2 x kassar af Egils Gull
3. hola: Guðbjörg - 3,25 m
7. hola: Gunnlaugur Kári - 92 cm
12. hola: Börkur - 124 cm
16. hola: Bragi B. - 1,45 m
Dagur 2 - 20 þús. kr. gjafabréf hjá Golfsögu
3. hola: Maggi Arnars 2,15 m
7. hola: Victor Viktorsson - 2,52
12. hola: Ingó (Langbest) - 1,95 m
16. hola: Jóhannes Árnas. - 1,71 m
Efstu sex liðin í mótinu:
1. Prýðisfólk 42 50 = 92
2. Harley Davidson 40 48 = 88
3. Ingi og Ingveldur 42 46 = 88
4. Hrafnhildur og Ottó 43 45 = 88
5. Ingibjörg og Þorvaldur 40 47 = 87
6. Eagle Creek 43 44 = 87
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin:
1. sæti - 2x 85 þúsund kr. gjafabréf frá Golfsaga
2. sæti - 2x 60 þúsund kr. gjafabréf frá Golfsaga
3. sæti - 2x 50 þúsund kr. gjafabréf frá Golfsaga
Glæsilegt lokahóf fór fram í golfskálanum á laugardagskvöldið og þar fór fram verðlaunaafhending. Stjórn GKB þakkar keppendum fyrir komuna og drengilega keppni.
Myndirnar úti á velli tók Valur Jónatansson og Jónína Magnúsdóttir myndaði verðlaunaafhendinguna.