Öldungasveit GKB sigraði í 2. deild
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!

Sveit Golfklúbbs Kiðjabergs í flokki karla 65 ára og eldri sigraði í 2. deild í sveitakeppni, sem fram fór í Hveragerði. GKB leikur því í efstu deild að ári. Okkar menn töpuðu ekki leik og unnu sveit heimamanna í Golfklúbbi Hveragerðis í úrslitaleik, 2-1. Lið Golfklúbbs Vestmannaeyja hafnaði í 3. sæti.
Lið Kiðjabergs var skipað eftirtöldum:
Brynjólfur Árni Mogensen
Bjarni Birgir Þorsteinsson
Guðmundur Ásgeirsson
Jónas Kristinsson
Magnús Þ. Haraldsson
Snorri Hjaltason
Jóhann Friðbjörnsson
Lokastaðan í sveitakeppninni:
1. Golfklúbbur Kiðjabergs
2. Golfklúbbur Hveragerðis
3. Golfklúbbur Vestmannaeyja
4. Golfklúbburinn Leynir
5. Golfklúbburinn Flúðir
6. Golfklúbbur Selfoss
7. Golfklúbbur Borgarness
Mynd/GHG: Sigurlið GKB ásamt Einari Lyng, framkvæmdastjóra GHG, sem afhenti verðlaun.