Hola í höggi

23. ágúst 2021

Tengdamamma Birgis Leifs fór holu í höggi

Inga Sólrún Magnúsdóttir náði draumahöggi allra kylfinga á Kiðjabergsvelli sl. laugardag. Höggið fullkomna kom á 3. holu vallarins og notaði hún driver af teig. "Ég var mest glöð og þakklát yfir því að ég var ekki ein að spila þennan dag og líka að einhver annar en eiginmaðurinn hefði verið með mér í hollinu gerði þetta ennþá skemmtilegra," sagði Inga Sólrún, sem er með sumarbústað í Hestlandinu við Kiðjabergsvöll. 

"Ég verð að viðurkenna að ég er hálf feimin yfir þessu, var hreinlega í sjokki og afneitun þar sem ég er nú ekki svo góð í golfi. Þannig er að þegar slegið er af 3ja teig þá sér maður ekki inn á grínið þannig að ég sá ekki boltann rúlla í holuna, það hefði verið skemmtilegri upplifun, held ég. Þeir sem voru með mér í holli höfðu orð á að þetta hefði verið frábært högg og inn á grín."

"Ég fylgdi boltanum eftir með augunum til að tékka af hvort hann færi nokkuð yfir barðið aftan við grínið, því ég hafði notað driverinn. Svo var ekki og þá fór hver að sínum bolta inn á gríni og við grínið. Ég var að vonum svekkt að minn bolti var ekki sjáanlegur og leitaði ég allt í kring. Ég bað þau sem voru með mér í holli að hjálpa mér að leita, en þá hrópaði sá sem var næstur holu og var byrjaður að munda pútterinn sinn að boltinn væri í holunni! Ég skyldi ekki og spurði í hvaða holu, hélt að hann ætti kannski við í einhverri holu (dæld) utan við grínið. Viti menn, þarna lá glænýr gulgrænn Titlest boltinn minn, sá hinn sami og ég hafði leikið með á tveim fyrri holunum," sagði Inga Sólrún.

Tengdsonur hennar er Birgir Leifur Hafþórsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og hefur átta sinnum farið holu í höggi; Tvisvar sinnum á Challenge tour (Áskorendamótaröðinni), tvisvar á Akureyri, einu sinni á Skaganum, einu sinni á Leirdalsvelli, einu sinni í Kiðjabergi og einu sinni á Korpunni. "Honum finnst ég gera of lítið úr þessu afreki og hrósar mér stíft og segir að margir bíði í áratugi eftir því að ná hölu í höggi"

Meðalkylfingur þarf 200 ár til þess að ná draumahögginu
Samkvæmt tölfræðinni er þetta víst svona: „Meðalkylfingur þarf 200 ár til þess að ná draumahögginu en þeir kylfingar sem leika 75 hringi að meðaltali á ári þurfa aðeins að bíða í 30 ár eftir að ná því að fara holu í höggi“. Sjálf segist Inga Sólrún bara spila um helgar yfir sumartímann, "þannig að skv þessu hefði ég átt að bíða í amk 60 ár 🙂. Þess má geta að ég byrjaði að spila golf eftir sextugt, 65 ár skullu á mig í maí sl., og nú um helgina vann ég í Golf-Lottóinu, Hola í Höggi 😊"

"Eins og ég segi við alla varðandi draumahöggið mitt, þetta er bara grís og ekkert annað en grís. Ég er frekar lélegur golfari ef satt skal segja," sagði Inga Sólrún, sem er með 36,7 í forgjöf.
 


2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!