Tvær fóru holu í höggi sama daginn

ágú. 27, 2021

Nágrannar fóru holu í höggi sama daginn

Það er ekki á hverjum degi sem nágrannar fara holu í höggi á Kiðjabergsvelli sama daginn, en það gerðist laugardaginn 21. ágúst. Herdís Dröfn Fjeldsted fór holu í höggi á 16. holu þennan dag, en áður höfum við sagt frá því að Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir hafi farið holu í höggi á 3. holu vallarins.

Þær Ingibjörg og Herdís eru nágrannar þar sem þær eiga báðar sumarbústað í Hestlandinu við Kiðjabergsvöll. Ekki nóg með það, þá eru þær með nánast sömu forgjöf, Herdís með 36,8 og Ingibjörg með 36,7. 
Herdís Dröfn notaði 5 tré við höggið fullkomna. Hún tíaði Callaway boltann með bleiku plast-tíi, sem hún fékk lánað hjá einni annarri í hollinu.
 
Hún er bæði meðlimur í golfklúbbnum Oddi og Kiðjabergi og er með bústað í Hestlandinu ásamt manni sínum Sævari Péturssyni.

Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: