Tvær fóru holu í höggi sama daginn

27. ágúst 2021

Nágrannar fóru holu í höggi sama daginn

Það er ekki á hverjum degi sem nágrannar fara holu í höggi á Kiðjabergsvelli sama daginn, en það gerðist laugardaginn 21. ágúst. Herdís Dröfn Fjeldsted fór holu í höggi á 16. holu þennan dag, en áður höfum við sagt frá því að Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir hafi farið holu í höggi á 3. holu vallarins.

Þær Ingibjörg og Herdís eru nágrannar þar sem þær eiga báðar sumarbústað í Hestlandinu við Kiðjabergsvöll. Ekki nóg með það, þá eru þær með nánast sömu forgjöf, Herdís með 36,8 og Ingibjörg með 36,7. 
Herdís Dröfn notaði 5 tré við höggið fullkomna. Hún tíaði Callaway boltann með bleiku plast-tíi, sem hún fékk lánað hjá einni annarri í hollinu.
 
Hún er bæði meðlimur í golfklúbbnum Oddi og Kiðjabergi og er með bústað í Hestlandinu ásamt manni sínum Sævari Péturssyni.

Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel