Meistaramót 1. hringur!

Valur Jónatansson • 13. júlí 2023

Arnar Snær og Ólafur efstir eftir fyrsta hring hjá körlunum. María Ísey með forystu í kvennaflokki.

Meistaramót GKB 2023 hófst í brakandi ferskum vindi á Kiðjabergsvelli í dag. Rúmlega 40 keppendur eru skráðir til leiks í 3ja daga meistaramótinu, en rúmlega 50 keppendur bætast við á morgun, en þeir taka þátt í 2ja daga punktakeppni.


Eftir fyrsta keppnisdag í meistaraflokki karla  eru þeir Arnar Snær Hákonarson og Ólafur Sigurjónsson efstir og jafnir, en þeir léku á 76 höggum eða 5 höggum yfir pari. Gunnar Þór Heimisson og Halldór Heiðar Halldórsson eru tveimur höggum á eftir. Alls verða leiknir þrír hringir í mestaraflokki.


Tveir ernir litu dagsins ljós á 6. holu vallarins í dag, en það voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Halldór Heiðar sem fóru þessa par-4 holu á tveimur höggum.


María Ísey Jónasdóttir er efst í meistaraflokki kvenna eftir fyrsta dag, lék á 86 höggum. Elísabet Ólafsdóttir er í öðru sæti á 89 höggum og Regína Sveinsdóttir í þriðja á 90 höggum.


Hér má sjá stöðu efstu keppenda í hverjum flokki eftir fyrsta keppnisdag af þremur:


Meistaraflokkur karla:

1 Arnar Snær Hákonarson 76

2 Ólafur Sigurjónsson 76

3 Gunnar Þór Heimisson 78

4 Halldór Heiðar Halldórsson 78

5 Árni Gestsson 79


Meistaraflokkur kvenna:.

1 María Ísey Jónasdóttir 86

2 Elísabet Ólafsdóttir 89

3 Regína Sveinsdóttir 90


1. flokkur karla:

Magnús Rósinkrans Magnússon 84

2 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson 86

3 Arnar Heimir Gestsson 89


2. flokkur karla:

1 Þröstur Már Sigurðsson 90

2 Karl Þráinsson 92

3 Rafn Benediktsson 110


3. flokkur karla:

1 Árni Sveinbjörnsson 30 punktar

2 Þórólfur Jónsson 24

3 Björgvin Magnússon 24


1. flokkur kvenna:

1 Kristjana Kristjánsdóttir 40 punktar

2 Guðlaug Elísabet Finnsdóttir 31

3 Unnur Jónsdóttir 29


Heildarúrslit má sjá HÉR


Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!