Meistaramót 2. hringur!

Valur Jónatansson • 15. júlí 2023

Arnar Snær og Elísabet með forystu fyrir lokahringinn

Arnar Snær Hákonarson er með forystu í meistaraflokki karla og Elísabet Ólafsdóttir í meistaraflokki kvenna fyrir lokahringinn á meistaramóti GKB.  Arnar Snær, sem lék á 76 höggum í dag,  er með fjögurra högga forystu á Ólaf Sigurjónsson.  Arnar Jón SIgurbjörnsson, sem lék best allra í dag, á 74 höggum,  er í þriðja sæti, einu höggi á eftir Ólafi.  Það stefnir því í spennandi lokahring.


Elísabet lék frábært golf í dag, kom inn á 78 höggum og bætt sig um 10 högg frá fyrsta hring. Hún er með 5 högga forystu á Maríu Ísey Jónasdóttur, sem lék á 80 höggum í dag.  Regína Sveinsdóttir er í þriðja sæti.


Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í einstökum flokkum fyrir lokahringinn:


Meistaraflokkur karla:

1 Arnar Snær Hákonarson 76 76 = 152

2 Ólafur Sigurjónsson 76 80 = 156

3 Andri Jón Sigurbjörnsson 83 74 = 157


Meistaraflokkur kvenna:

1 Elísabet Ólafsdóttir 89 78 = 167

2 María Ísey Jónasdóttir 86 86 = 172

3 Regína Sveinsdóttir 90 93 = 183


1. flokkur kvenna:

1 Kristjana Kristjánsdóttir 40 34 = 74 punktar

2 Unnur Jónsdóttir 29 33 = 62

3 Guðlaug Elísabet Finnsdóttir 31 30 = 61


1. flokkur karla: 

1 Magnús Rósinkrans Magnússon 84 88 = 172

2 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson 86 91 = 177

3 Gestur Þórisson 95 85 = 180


2. flokkur karla:

1 Karl Þráinsson 92 89 = 181

2 Þröstur Már Sigurðsson 90 96 = 186

3 Rafn Benediktsson 110 95 = 205


3. flokkur karla:

1 Árni Sveinbjörnsson 30 36 = 66 punktar

2 Þórólfur Jónsson 24 33 = 57

3 Björgvin Magnússon 24 25 = 49


Opin flokkur karla (punktakeppni - 36 holur) :

1 Gunnar Þorláksson 32 punktar

2 Róbert Birgir Agnarsson 29

3 Guðni Björnsson 28

4 Birgir Vigfússon 28


Konur:

1 Anna Björnsdóttir 37

2 Sigurlaug Guðmundsdóttir 36

3 Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir 35


Öldungar:

1 Steinn Guðmundur Ólafsson 40

2 Guðmar Sigurðsson 35

3 Viðar Jónasson 35


Drengir:

1 Benedikt Moray Baldursson 41

2 Sigurjón Andri Þorláksson 37

3 Þráinn Karlsson 30


Keppni verður framhaldið á morgun, laugardag, og lýkur með veglegu lokahófi í golfskálanum um kvöldið.


Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!