Meistaramót 2023 - úrslit

Valur Jónatansson • júl. 15, 2023

Arnar Snær og Elísabet klúbbmeistarar GKB 2023

Meistaramóti Golfklúbbs Kiðjabergs lauk á Kiðjabergsvelli síðdegis í dag, laugardaginn 15. júlí. Alls tóku rúmlega 90 keppendur þátt í mótinu. Hægt var að velja um keppni í höggleik og punktakeppni í mörgum flokkum. Veðrið var með ágætum alla þrjá keppnisdagana, bjart og þurrt, en gustaði þó aðeins um keppendur á köflum.


Arnar Snær Hákonarson og Elísabet Ólafsdóttir sigruðu í meistaraflokki karla og kvenna. Bæði með nokkrum yfirburðum. Arnar Snær var með forystu frá fyrsta hring og hélt henni alla þrjá hringina.  Hann lék stöðugt og gott golf og alla hringina á sama skori, eða 76 höggum. Hann var 10 höggum á undan Andra Jóni Sigurbjörnssyni, sem varð annar.


Elísabet var 7  höggum á undan Maríu Ísley, sem varð önnur.  María leiddi eftir fyrsta hring, en Elísabret lék annan hringinn frábærlega eða á 78 höggum, sem var besta skorið á hring í kvennaflokknum.


HELSTU ÚRSLIT

Meistaraflokkur karla:

1 Arnar Snær Hákonarson 76 76 76 = 228

2 Andri Jón Sigurbjörnsson 83 74 81 = 238

3 Gunnar Þór Heimisson 78 85 77 = 240


Meistaraflokkur kvenna:

1 Elísabet Ólafsdóttir 89 78 85 = 252

2 María Ísey Jónasdóttir 86 86 87 = 259

3 Regína Sveinsdóttir 90 93 94 = 277


1. flokkur karla:

1 Arnar Heimir Gestsson 89 93 81 = 263

2 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson 86 91 87 = 264

3 Magnús Rósinkrans Magnússon 84 88 92 = 264


2. flokkur karla:

1 Karl Þráinsson 92 89 92 = 273

2 Þröstur Már Sigurðsson 90 96 97 = 283

3 Rafn Benediktsson 110 95 100 = 305


3. flokkur karla (punktar):

1 Árni Sveinbjörnsson 30 36 35 = 101

2 Þórólfur Jónsson 24 33 26 = 83

3 Björgvin Magnússon 24 25 24 = 73


1. flokkur kvenna:

1 Kristjana Kristjánsdóttir 40 34 31 = 105

2 Unnur Jónsdóttir 29 33 34 = 96

3 Guðlaug Elísabet Finnsdóttir 31 30 28 = 89


Opinn flokkur, punktakepppni:

Karlar: 

1 Guðni Björnsson 28 34 = 62

2 Gunnar Þorláksson 32 30 = 62

3 Stefán Pétursson 25 36 = 61


Konur: 

1 Elísabet H Guðmundsdóttir 34 38 = 72

2 Sigurlína Gunnarsdóttir 33 34 = 67

3 Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir 35 30 = 65


Öldungaflokkur:

1 Guðmar Sigurðsson 35 36 = 71

2 Steinn Guðmundur Ólafsson 40 28 = 68

3 Pálmi Kristmannsson 32 34 = 66


Drengjaflokkur:

1 Benedikt Moray Baldursson 41 44 = 85

2 Sigurjón Andri Þorláksson 37 41 = 78

3 Þráinn Karlsson 41 35 = 76



Öll úrslit í meistaramótinu í höggleik má sjá HÉR.


Öll úrslit í Opnum flokki (Tveggja daga móti) má sjá HÉR.



Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: