Meistaramót GKB 2023

Valur Jónatansson • júl. 11, 2023

Meistaramótsvika á Kiðjabergsvelli

Nú er komið að meistaramóti GKB og er spáð góðu veðri. Mögulegt er að velja á milli 3ja og 2ja daga móts. Í þriggja daga mótinu, sem hefst fimmtudaginn 13. júlí, er boðið upp á bæði höggleikur og punktakeppni. Tveggja daga mótið verður 14. og 15. júlí og er þá aðeins punktakeppni.


Flokkar og leikfyrirkomulag eru svohljóðandi:
3ja daga Meistaramót - Höggleikur og punktakeppni
Karlar
Meistaraflokkur - Höggleikur
1. flokkur - Höggleikur - Ath. forgjafarviðmiðum í 1. flokk karla hefur verið breytt úr 7.5 í 14.4 í 6.0 í 14.4.
2. flokkur - Höggleikur
3. flokkur - Punktakeppni

Konur
Meistaraflokkur - Höggleikur
1. flokkur - Punktakeppni

2ja daga Meistaramót - Punktakeppni
Karlar
Konur
Öldungar
Drengir 16 ára og yngri
Stúlkur 16 ára og yngri

Golfbílar verða á sértilboði fyrir Meistaramótið. Golfbíllinn verður á 2.000kr í stað 8.000kr

Skráning í 3ja daga Meistaramót GKB

Skráning í 2ja daga Meistaramót GKB


Lokahóf Meistaramótsins verður n.k. Laugardag. Hefð er orðin fyrir danska hlaðborðinu og verður hún ekki rofin að þessu sinni. Húsið opnar kl. 19
7500 kr. á mann

Pantanir í lokahófið er hægt að hringja í Rakel í síma 699-4969 eða senda póst á rakelmatt@gkb.is

Panta - Lokahóf GKB


30 ára afmælisfatnaður GKB loksins kominn
 

Afmælisfatnaður GKB er kominn til landsins og gert ráð fyrir að klúbbmeðlimir sem höfðu forpantað geti vitjað fatnaðarins í klúbbhúsi GKB fyrir meistaramótið.

ATH. Klúbbmeðlimir sem pöntuðu ekki en hafa áhuga á að næla sér í fatnað þá verður takmarkað magn af fatnaði í boði sem er hægt að kaupa á staðnum.


Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: