Meistaramót GKB 2023

Valur Jónatansson • 11. júlí 2023

Meistaramótsvika á Kiðjabergsvelli

Nú er komið að meistaramóti GKB og er spáð góðu veðri. Mögulegt er að velja á milli 3ja og 2ja daga móts. Í þriggja daga mótinu, sem hefst fimmtudaginn 13. júlí, er boðið upp á bæði höggleikur og punktakeppni. Tveggja daga mótið verður 14. og 15. júlí og er þá aðeins punktakeppni.


Flokkar og leikfyrirkomulag eru svohljóðandi:
3ja daga Meistaramót - Höggleikur og punktakeppni
Karlar
Meistaraflokkur - Höggleikur
1. flokkur - Höggleikur - Ath. forgjafarviðmiðum í 1. flokk karla hefur verið breytt úr 7.5 í 14.4 í 6.0 í 14.4.
2. flokkur - Höggleikur
3. flokkur - Punktakeppni

Konur
Meistaraflokkur - Höggleikur
1. flokkur - Punktakeppni

2ja daga Meistaramót - Punktakeppni
Karlar
Konur
Öldungar
Drengir 16 ára og yngri
Stúlkur 16 ára og yngri

Golfbílar verða á sértilboði fyrir Meistaramótið. Golfbíllinn verður á 2.000kr í stað 8.000kr

Skráning í 3ja daga Meistaramót GKB

Skráning í 2ja daga Meistaramót GKB


Lokahóf Meistaramótsins verður n.k. Laugardag. Hefð er orðin fyrir danska hlaðborðinu og verður hún ekki rofin að þessu sinni. Húsið opnar kl. 19
7500 kr. á mann

Pantanir í lokahófið er hægt að hringja í Rakel í síma 699-4969 eða senda póst á rakelmatt@gkb.is

Panta - Lokahóf GKB


30 ára afmælisfatnaður GKB loksins kominn
 

Afmælisfatnaður GKB er kominn til landsins og gert ráð fyrir að klúbbmeðlimir sem höfðu forpantað geti vitjað fatnaðarins í klúbbhúsi GKB fyrir meistaramótið.

ATH. Klúbbmeðlimir sem pöntuðu ekki en hafa áhuga á að næla sér í fatnað þá verður takmarkað magn af fatnaði í boði sem er hægt að kaupa á staðnum.


Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!