Meistaramót í Betri bolta

Gkb gkb • 16. ágúst 2020

Vignir og Kristófer fara til Portúgals

Vignir Þ. Hlöðversson og Kristófer Helgi Helgason sigruðu í lokamóti Meistaramóts í betri bolta sem fram fór á Kiðjabergsvelli sunnudaginn 16. ágúst. Þeir fengu samtals 45 punkta og munu keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu lokamóti "International Pairs" í Portúgal í nóvember á næsta ári. 

48 lið höfðu unnið sér inn sæti í úrslitamótinu með þátttöku í undankeppni og kepptu um aðalverðlaunin. Kiðjabergsvöllur skartaði sínu allra fegursta og veðrið eins og best verður á kosið. Keppendur voru allir kampakátir með þær aðstæður sem boðið var upp á.

Hekla Daðadóttir úr GM gerði sér lítið fyrir og nældi sér í nándarverðlaun á tveimur holum, þeirri þriðju og tólftu. Vel gert hjá henni.

Annars voru úrslit í mótinu sem hér segir:
1
 Helgason/Hlöðversson 45 punktar
Jóhannsson/Sigurðsson 44
Sturluson/Stefánsson 42
Bragason/Sveinsson 42
Ragnarsdóttir/Bragason 42
Hjaltason/Sigþórsson 42
Daðadóttir/Stephensen 42
Eiríksson/Jóhannsson 41
Kristjánsson/Jónasson 40
10 Hrólfsson/Sævarsson 40
11 Jensen/Guðlaugsson 40
12 Helgason/Pétursson 39
13 Guðfinnsson/Jónasson 39
14 Hafliðason/Hlöðversson 39
15 Brynjólfsson/Gestsson 39
16 Karlsson/Skúlason 39
17 Guðnason/Hafsteinsson 39
18 Jóhannsson/Gíslason 38
19 Gunnarsson/Jónsson 38
20 Villalobos/Helgason 38
21 Kristjánsson/Kristjánsson 38
22 Þorvarðarson/Ásgeirsson 38
23 Magnússon/Magnússon 36
24 Þorvaldsson/Ragnarsson 36
25 Viðar/Benediktsson 36
26 Sæmundsdóttir/Hinriksson 36
27 Jakobsson/Þórisson 35
28 Matthíasson/Hákonarson 35
29 Guðjónsdóttir/Jakobsson 35
30 Skúlason/Elmarsson 35
31 Sigurðarson/Hjaltested 35
32 Halldórsson/Ólafsdóttir 34
33 Karlsson/Guðmundsson 34
34 Óskarsson/Einarsson 34
35 Sigurðardóttir/Bjarnadóttir 34
36 Jónsdóttir/Óskarsdóttir 34
37 Hólm/Hólm 34
38 Karlsson/Gunnarsson 33
39 Jóhannesson/Hall 33
40 Guðmundsson/Jakobsson 33
41 Sváfnisson/Guðmundsdóttir 33
42 Hinriksdóttir/Blöndal 31
43 Sigurbjörnsson/Óskarsson 30
44 Haraldsson/Þórðarson 29
45 Þormóðsson/Haraldsson 29
46 Sigurjónsson/Þórsson 28
47 Einarsdóttir/Árnason 25

Næstir holu:
3. braut:  Hekla Daðadóttir 114 cm
7. braut: Guðbjörg Elín 3,59 m
12. braut: Hekla Daðadóttir 60 cm
16. braut:  Hörður S Óskarsson

Meistaramótið í betri bolta snýr svo aftur á næsta ári þegar leitað verður að fulltrúa Íslands fyrir lokamót ársins 2021.






Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!