Skráning hafin í Gull 24 Open

Valur Jónatansson • 9. júní 2025

Getur valið að spila á hvaða tíma sólarhringsins sem er!

Fjölmennasta opna golfmót ársins á Íslandi, GULL 24 OPEN 2025, fer fram á Kiðjabergsvelli 27. - 28. júní og er skráning þegar hafin. Þetta verður sannkölluð 24 klukkustunda golfveisla þar sem ræst verður út í heilan sólarhring. Kylfingar geta valið sér að spila á hvaða tíma sólarhringsins sem er, hvort sem það er klukkan 8 að morgni eða 23 að kveldi.


Komdu og vertu hluti af einstöku golfævintýri í miðnætursól á einum fallegasta golfvelli landsins! Gull 24 Open er glæsilegt einstaklingsmót með forgjöf – opið öllum kylfingum. Nú verður í fyrsta sinn keppt í tveimur forgjafarflokkum kvenna og karla. Hámarksforgjöf hjá körlum er 28 og konum 32.

Keppnisflokkar:

Karlar +8 til 15,9

Karlar 16,0 til 28

Konur +8 til 19,9

Konur 20 til 32

Besta skor í höggleik er einnig verðlaunað. Glæsileg verðlaun fyrir efstu 5 sætin í hverjum forgjafarflokki og eins fyrir besta skor. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.


Golfskálinn opinn allan sólarhringinn
Tryggðu þér rástíma sem hentar þér í tíma. Golfskálinn verður opinn allan sólarhringinn. Við skráningu á GolfBox er hægt að skrá 4 leikmenn samtímis á rástíma. Leikmenn eru skráðir með félagsnúmeri þannig að þau þurfa að vera tiltæk (t.d. 12-3456). Sá sem skráir leikmenn þarf að greiða fyrir alla.


Karlar að verða 14 ára að aldri og yngri auk karla að verða 70 ára og eldri leika af rauðum teig nema ætli að taka þátt í höggleik án forgjafar. Þá leikið af gulum teigum. Þeir karlmenn sem ætla að taka þátt í besta skori án forgjafar þurfa að spila af gulum teigum. Allar konur spila af rauðum teigum.


Verð í mótið er 8.000 kr. og greiðist við skráningu. Fyrirspurnir varðandi golfbíla sendið póst á gkb@gkb.is


ATH. Mótsgjald er óendurkræft ef hætt er við þátttöku innan 24 klst frá fyrsta rástíma.


HÉR er hægt að skrá sig í mótið.


Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!