Opnun vallar

apr. 28, 2022

Kiðjabergið opnar 7. maí

Kiðjabergsvöllur hefur komið mjög vel undan vetri og er ráðgert að opna völlinn  laugardaginn 7. maí. „Satt að segja held ég að völlurinn hafi sjaldan eða aldrei komið eins vel undan vetri og nú. Hann lítur ótrúlega vel út," segir Birkir Már Birgisson, framkvæmdastjóri GKB. Umferð golfbíla verður leyfð samhliða opnun vallarins.

Byrjað veður á vinnudegi klukkan 9 um morguninn til 12. Eftir vinnudaginn verður boðið upp á upp á pylsur og gos í golfskálanum í boði klúbbsins. Þeir sem mæta á vinnudaginn geta svo skellt sér í golf milli kl. 13 og 16.

(Ekki verður opnað fyrir skráningu á þessa tíma.) Eftir kl. 16 opnar síðan völlurinn formlega fyrir almenning og þá meðlimi sem ekki sáu sér fært að mæta á vinnudaginn.


Völlurinn er að koma virkilega vel undan vetri og má nánast lofa að völlurinn verði með allra besta móti í sumar.


Við vonumst til að sem flestir meðlimir sjái sér fært að mæta á vinnudaginn, laugardaginn 7. maí.




Eftir Valur Jónatansson 17 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir alla kylfinga 18. maí og golfbílar leyfðir
Eftir Valur Jónatansson 13 May, 2024
"Margar hendur vinna létt verk!"
Eftir Valur Jónatansson 10 May, 2024
Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!
Eftir Börkur Arnvidarson 16 Apr, 2024
Vertu með okkur í sumar!
04 Jan, 2024
Innheimta á félagsgjöldum GKB 2024
22 Dec, 2023
Jólakveðja frá Golfklúbbi Kiðjabergs
Eftir Valur Jónatansson 18 Dec, 2023
Guðmundur endurkjörinn formaður GKB. Félagsmönnum fjölgaði á árinu og eru nú 431 talsins
Eftir Valur Jónatansson 14 Dec, 2023
Framtíð Kiðjabergsvallar - Fjárfestingar í vökvunarkerfi, skemmu og vélarbúnaði
04 Dec, 2023
Aðalfundur GKB haldinn 18. desember í húsnæði Samtaka Iðnaðarins
Eftir Valur Jónatansson 22 Nov, 2023
Gefðu golfhring í jólapakkann
Fleiri færslur
Share by: