Opnunartími í golfskála skertur
Opnunartími í golfskálanum verður skertur frá og með deginum í dag

Opnunartími í golfskálanum á Kiðjabergsvelli verður skertur frá og með deginum í dag og verður þannig út september. Opið verður fimmtudaga frá kl. 11 til 17, föstudaga og laugardaga frá kl. 09 til 19 og sunnudaga frá kl. 09 til 16.
Við minnum kylfinga á að skylda er að greiða fyrir golf og bíla áður en farið er af stað út á völl, þegar enginn er í skálanum. Allar upplýsingar um bankareikning og verð eru í glugganum í afgreiðslu.
Golfskálanum verður síðan endalega lokað fyrir veturinn, þann 1. október.
.