Vetrarlokun
26. október 2022
Kiðjabergsvelli lokað frá og með 24. október.

Kiðjabergsvelli hefur nú verið lokað enda allir okkar vallarstarfsmenn hættir og Steve vallarstjóri fer af landi brott í þessari viku.
Stjórn GKB vill þakka fyrir golfsumarið, en þetta var gott sumar fyrir GKB þótt veðrið hefði mátt vera betra. Völlurinn var í toppstandi og góður andi í klúbbnum.
Við viljum svo minna félagsmenn á aðalfund GKB, sem verður haldinn 10. desember, í golskálanum. Um kvöldið mun Rakel sjá um sitt rómaða jólahlaðborð í skálanum.
Nánar auglýst síðar.