Pilsaþytur 2025

Valur Jónatansson • 25. júlí 2025

This is a subtitle for your new post

Hið árlega og skemmtilega Pilsaþytsmót hjá Golfklúbbi Kiðjabergs fer fram föstudaginn 1. ágúst. Hér er um 9 holu Texas Scramble kvennamót að ræða. Tvær konur eru saman í liði. GKB konur eru hvattar til að bjóða með sér t.d. vinkonu, systur eða mömmu í mótið.

Mótið er innanfélagsmót en klúbbfélagar geta boðið gestum með sér eins og áður segir. Litaþemað í ár er litagleði, sumar og sól. Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i.

Verðlaun eru í boði BYGG, Byggingafélags Gylfa og Gunnars, sem eru styrktaraðilar mótsins.
Mótið er 9 holu Texas Scramble þar sem tvær konur eru saman í liði. Báðar slá, valið er boltinn sem er betri og báðar spila frá þeim stað.


Mæting klukkan 17:00, ræst verður út stundvíslega klukkan 18.00.


Hámarksleikforgjöf er 36 og reiknast forgjöf hvers liðs þannig: samanlögð vallarforgjöf liðsins deilt með 4 en leikforgjöf liðsins er þó aldrei hærri en forgjöf þeirrar sem er með lægri forgjöfina.

Skráning í mótið fer fram í Golfboxi og er verðið kr. 3.000 kr. á keppenda.


Nánari upplýsingar eru í Golfboxi og á   GKB kvenna; 
https://www.facebook.com/groups/596833657003224


Pilsaþytur - Skráning


Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB