Pilsaþytur 2025

Valur Jónatansson • 25. júlí 2025

This is a subtitle for your new post

Hið árlega og skemmtilega Pilsaþytsmót hjá Golfklúbbi Kiðjabergs fer fram föstudaginn 1. ágúst. Hér er um 9 holu Texas Scramble kvennamót að ræða. Tvær konur eru saman í liði. GKB konur eru hvattar til að bjóða með sér t.d. vinkonu, systur eða mömmu í mótið.

Mótið er innanfélagsmót en klúbbfélagar geta boðið gestum með sér eins og áður segir. Litaþemað í ár er litagleði, sumar og sól. Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i.

Verðlaun eru í boði BYGG, Byggingafélags Gylfa og Gunnars, sem eru styrktaraðilar mótsins.
Mótið er 9 holu Texas Scramble þar sem tvær konur eru saman í liði. Báðar slá, valið er boltinn sem er betri og báðar spila frá þeim stað.


Mæting klukkan 17:00, ræst verður út stundvíslega klukkan 18.00.


Hámarksleikforgjöf er 36 og reiknast forgjöf hvers liðs þannig: samanlögð vallarforgjöf liðsins deilt með 4 en leikforgjöf liðsins er þó aldrei hærri en forgjöf þeirrar sem er með lægri forgjöfina.

Skráning í mótið fer fram í Golfboxi og er verðið kr. 3.000 kr. á keppenda.


Nánari upplýsingar eru í Golfboxi og á   GKB kvenna; 
https://www.facebook.com/groups/596833657003224


Pilsaþytur - Skráning


Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!