Pilsaþytur og Gull Styrktarmót GKB

Valur Jónatansson • 29. júlí 2024

Mikið um að vera á Kiðjabergsvelli um verslunarmannahelgina!

Mikið verður um að vera á Kiðjabergsvelli um verslunarmannhelgina. Föstudaginn 2. ágúst verður Pilsaþytur og á laugardaginn verður svo hið sívinsæla Gull Styrktarmót GKB.


Pilsuþytur er innanfélagsmót, en klúbbfélagar geta boðið gestum með sér. Litaþemað í ár er litagleði, sumar og sól. Keppendur klæðist því litríkasta sem þeir eiga. Þetta verður sannkallað Gleðimót með stóru G-i.

Mótið er 9 holu Texas Scramble þar sem tvær konur eru saman í liði. Ef næg þátttaka verður í ár munu keppendur spila af öllum teigum en þó einungis níu holur frá þeirri braut sem leikur er hafinn á, annars er leikið á holum 1-9. Ræst verður út stundvíslega kl: 18.00.
Byggingarfyrirtækið BYGG er styrktaraðili mótsins.


Gull Styrktarmót GKB

Gull Styrktarmót GKB verður haldið laugardaginn 3. ágúst. Leikfyrirkomulag er 2ja manna Texas Scramble.
Frábær verðlaun frá Timberland fyrir efstu þrjú sætin. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Vegna mikillar eftirspurnar vorum að bæta við rástímum. Um að gera að bóka sig sem fyrst.


Öll skráning fer fram í gegnum Golfbox. Frábært veður er í kortunum og völlurinn í toppstandi.
Sjáum vonandi sem flesta á laugardaginn.






Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB