Sveitakeppni 2. deildar

Valur Jónatansson • 24. júlí 2024

Sveit GKB er áfram í 2.  deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fer  nú fram í Vestmannaeyjum og lýkur á morgun, 25. júlí.  Sveit GKB er þar á meðal og leikur  um 3. sætið.  Átta golfklúbbar keppa í Eyjum um eitt laust sæti í 1. deild að ári. Neðsta liðið leikur í 3. deild á næsta ári.


Keppt er í tveimur riðlum og komust 2 efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. Sveit GKB vann B-riðilinn og lék gegn sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja í undanúrslitum í dag og tapaði 1-4. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Nesklúbburinn lið Esju 4 -1.  Nesklúbburinn og GV leika því til úrslita um laust sæti í 1. deild að ári.  Sveit GKB leikur um þriðja sætið við Esju og ljóst að okkar menn leika áfram í 2. deild á næsta ári.


Lið Kiðjabergs er skipað eftirtöldum:

Andri Jón Sigurbjörnsson

Axel Ásgeirsson

Pétur Freyr Pétursson

Árni Freyr Sigurjónsson

Arnar Snær Hákonarson

Heimir Þór Morthens

Þórður Rafn Gissurarson

Liðsstjóri: Snorri Hjaltason.


Sjá stöðuna HÉR.


Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Karlasveitin í 4. sæti í 3. deild
Eftir Valur Jónatansson 23. ágúst 2025
Kvennasveitin leikur í 2. deild að ári
Eftir Valur Jónatansson 13. ágúst 2025
Öldungaveit GKB sigraði í 2. deild karla!
Eftir Valur Jónatansson 10. ágúst 2025
Prýðisfólk sigraði í Hjóna- og parakeppni Golfsögu og Verdi Travel
4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!