Sveitakeppni kvenna 50 ára og eldri

Valur Jónatansson • 25. ágúst 2024

GKB hélt sæti sínu í efstu deild kvenna!

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna 50 ára og eldri fór fram á Strandarvelli á Hellu 22.-24. ágúst. Sveit Golfklúbbs Kiðjabergs var þar á meðal keppenda og hélt sæti sínu í deildinni og verður það að teljast glæsileg frammistaða. GKB vann 2. deildina í fyrra og verður áfram í hópi þeirra bestu að ári.


Það var sveit GKG sem sigraði í 1. deild kvenna að þessu sinni. GR varð í öðru sæti og Keilir í þriðja sæti.  GKB hafnaði í 7. sæti, en Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í 8. sæti og fellur í 2. deild.


Lið GKB var skipað eftirtöldum:

Brynhildur Sigursteinsdóttir

Bergljót Kristinsdóttir

Edda Herbertsdóttir

Guðný Tómasdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir

Stella Hafsteinsdóttir

Kristín Eysteinsdóttir

Þuríður Ingólfsdóttir


HÉR má sjá heildarúrslit.


Mynd: Sveit GKB, sem keppti í 1. deild kvenna á Hellu um helgina.


Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB