Unnið við vökvunarkefi

Valur Jónatansson • 11. september 2024

Vökvunarkerfi komið á fyrri hluta Kiðjabergsvallar

Þrekvirki var unnið af sjálfboðaliðum Golfklúbbs Kiðjabergs í síðustu viku við að klára lagningu á vökvunarkerfi á fyrri hluta (fyrri 9) Kiðjabergsvallar!


Það má segja að sannkallað þrekvirki hafi verið unnið í Kiðjabergi, en vökvunarkerfi var lagt við allar flatir á fyrri hluta Kiðjabergsvallar. Ekki hefði verið mögulegt að gera þetta án hjálpar frábærra sjálfboðaliða sem unnu ötullega við að grafa upp, tyrfa, kantskera, leggja rör og margt fleira sem þurfti til að koma kerfinu í gagnið. Veðrið var á allavegu. Allt frá brakandi blíðu til rigningar og vindabola sem gerði verkefnið ívið erfiðara.


Golfklúbbur Kiðjabergs er mjög heppinn að eiga svona sjálfboðaliða og á klúbburinn þeim miklar þakkir. Um er að ræða straumhvörf fyrir Kiðjabergsvöll sem auðveldar allt sem viðkemur viðhaldi á flötum og teigum sem og hækka standard vallarins yfir höfuð.


Hér fyrir neðan má sjá myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna.


Eftir Börkur Arnvidarson 4. ágúst 2025
Tilkynning - lokað er fyrir golfbíla umferð
Eftir Valur Jónatansson 2. ágúst 2025
Frestað vegna veðurs!
Eftir Valur Jónatansson 30. júlí 2025
Hver er besti golfhópur Íslands?
Eftir Valur Jónatansson 27. júlí 2025
Hjartastuðtæki komin inn í báðar salernisaðstöður á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
Sveit GKB heldur sæti sínu í 2. deild
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 25. júlí 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Valur Jónatansson 23. júlí 2025
"Leið eins og ég hefði getað spilað á 10 höggum undir pari"
Eftir Valur Jónatansson 20. júlí 2025
Vallarmetið slegið - 64 högg af hvítum teigum!
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!