Völlurinn opnar 11. maí

Valur Jónatansson • 10. maí 2024

Kiðjabergsvöllur opnar fyrir félagsmenn!

Kiðjabergsvöllur opnar dyr sínar fyrir klúbbmeðlimi GKB laugardaginn 11. maí kl. 08. Allur völlurinn er opinn og eru meðlimir hvattir til þess að fara sérstaklega vel um völlinn enda enn viðkvæmur. Teigar og flatir líta vel út en frostlyftingar eru enn á sumum svæðum á vellinum og því ekki mögulegt að fara á golfbílum inn á golfvöllinn.  Opnað hefur verið fyrir rástímaskráningu og geta einungis klúbbmeðlimir skráð sig í rástíma á GolfBox.


Fyrsta mót ársins er að sjálfsögðu GKB Grand Open og fer fram 25. maí næstkomandi. Mótið er tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu.

Ræst er út af öllum teigum á sama tíma kl. 09:00 (shotgun)

Hámarks leikforgjöf karla 28 og kvenna 32.


Karlar sem verða 70 ára á árinu og eldri spila frá rauðum teig, en leikmenn geta beðið um undanþágu frá því, með því að senda póst á gkb@gkb.is


Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin

Nándarverðlaun frá Ölgerðinni á öllum par 3 holum.
Öll skráning fer fram á Gofbox


Eftir Valur Jónatansson 19. apríl 2025
Dakic er nýr liðsmaður í okkar golfvallarteymi
Eftir Valur Jónatansson 7. apríl 2025
Mikael Moisio vallarstjóri GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Fyrsta mót ársins verður 24. maí
Eftir Valur Jónatansson 4. apríl 2025
Grænt gras farið að sjást víða um völlinn!
Eftir Valur Jónatansson 31. mars 2025
GKB meðlimir fá frábær kjör á fatnaði frá 66* Norður
Eftir Valur Jónatansson 16. febrúar 2025
Framkvæmdir við stækkun eldhúss og starfsmannaaðstöðu í fullum gangi 
16. febrúar 2025
66°Norður einn af stærstu bakhjörlum GKB
Eftir Valur Jónatansson 23. janúar 2025
Haustferð til Novo Sancti Petri!
6. janúar 2025
Hermamót GKB 1. FEBRÚAR 2025
Eftir Valur Jónatansson 27. desember 2024
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár!
Fleiri færslur