Covid-19

Gkb gkb • 31. júlí 2020

Hertar aðgerðir vegna COVID-19

Á hádegi í dag, 31. júlí, tóku gildi hertar aðgerðir yfirvalda innanlands og á landamærum vegna COVID-19.
Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí. Verða þær reglur í gildi þangað til annað verður tekið fram.

Golfsambandið hefur verið í samskiptum við stjórnvöld í gegnum skrifstofu ÍSÍ í gær og í dag. Eins og staðan er núna þá hefur GSÍ fengið þær upplýsingar að unnt sé að stunda golf, sé nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða gætt. Það þýðir að golfleikur getur farið fram en GSÍ mælir sterklega með því að leikið verði samkvæmt þeim tilmælum sem send voru á golfklúbbana í gær og vísast til þeirra. Nánar tiltekið er um að ræða sömu tilmæli og tóku gildi þann 4. maí sl. 

Það ætti að vera óhætt að hefðbundið mótahald golfklúbba fari fram um helgina. GSÍ mælist þó sterklega með því að notast verði við rafræn skorkort, sé þess kostur, og að verðlaunaafhendingar fari ekki fram. Mikilvægt er að sóttvarna sé gætt í klúbbhúsum og að tveggja metra reglan verði virt.

Leikið verður með eftirfarandi hætti í móti klúbbsins um helgina:
* Svampar/hólkar hafa verið settir í holubotna og bannað er að fjarlægja flaggstangir.  
* Allar hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompum.
* Hertar umgengnisreglur verða settar á æfingasvæðinu.
Sýnum skynsemi og pössum upp á hvert annað, við erum jú öll Almannavarnir.

Sjá nánar leiðbeiningar HÉR.

Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Viðburðaríku sumri á Kiðjabergsvelli lokið!
Eftir Valur Jónatansson 15. október 2025
Frábær ferð Golfklúbbs Kiðjabergs á Novo!
Eftir Valur Jónatansson 29. september 2025
GKB styrkir Ljósið um 250 þúsund krónur
Eftir Valur Jónatansson 26. september 2025
Klúbbhúsið lokar frá 29. september
Eftir Valur Jónatansson 23. september 2025
Sigrún hlaut Háttvísibikar GKB 2025
Eftir Valur Jónatansson 15. september 2025
Það voru stálin stinn sem mættust á Kiðjabergsvelli
Eftir Valur Jónatansson 11. september 2025
Niðursetning vökvunarkerfis á seinni níu!
Eftir Valur Jónatansson 4. september 2025
Skemmtilegasta mót ársins!
Eftir Valur Jónatansson 1. september 2025
Berum virðingu fyrir vinnu golfvallarstarfsmanna!
Eftir Valur Jónatansson 24. ágúst 2025
Tvíburabræðurnir kunna líka golf!