Golfæfingar
Gkb gkb • 30. júlí 2020
Bjóða upp á einkakennslu!

PGA meðlimirnir Guðjón G. Daníelsson og Ari Magnússon voru með tvö tveggja tíma golfnámskeið um síðustu helgi í Kiðjaberginu sem tókust bæði mjög vel. Það voru rúmlega 25 manns á ýmsum getustigum í golfinu sem nýttu sér þessa kennslu.
Hefur Guðjón ákveðið að bjóða uppá einkakennslu sunnudaginn 2. ágúst (verslunarmannahelgina) á æfingasvæði golfklúbbs Kiðjabergs.
Hægt verður að bóka tíma frá kl. 11:00 til kl. 14:30 og velja um 30. mín tíma sem er fyrir einn kylfing eða 60. mín sem einn til þrír kylfingar geta tekið saman.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband í síma 844-3455 eða á netfangið gdan.pgagolf@gmail.com