GKB áfram í 2. deild
Gkb gkb • 27. júlí 2020
GKB áfram í 2. deild karla
GKB hélt sæti sínu í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ, sem fram fór á Garðavelli á Akranesi um liðna helgi. Selfyssingar sigruðu og færast því upp í 1. deild að ári. GKB hafnaði í sjöunda sæti, en Húsvíkingar féllu í 3. deild.
Alls tóku 8 golfklúbbar þátt, og var þeim skipt upp í tvo riðla. Hver klúbbur lék þrjá leiki í riðlakeppni, og tvö efstu liðin úr hvorum riðli léku í undanúrslitum.
Lokastaðan:
1. Selfoss (GOS)
*GOS leikur í 1. deild að ári
2. Nesklúbburinn (NK)
3. Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ)
4. Golfklúbbur Setbergs (GSE)
5.Golfklúbburinn Oddur (GO)
6. Golfklúbbur Skagafjarðar
7. Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB)
8. Golfklúbbur Húsavíkur
*Golfklúbbur Húsavíkur féll í 3. deild
Sveit GKB var skipuð eftirtöldum:
Sturla Ómarsson
Sveinn S Sverrisson
Haraldur Þóðarson
Pétur F Pétursson
Halldór H Halldórsson
Árni Gestsson
Andri Sigurbjörnsson
Árni Sigurjónsson
Liðsstjóri var Snorri Hjaltason.