Jónsmessumót

23. júní 2020

Jónsmessumótið

Næstkomandi  föstudag, 26. júní, verður hið árlega Jónsmessumót GKB á Kiðjabergsvelli.  Mótið er fyrir félagsmenn. Veðurspáin er góð, suðvestan 2m/s og 12 gráðu hiti (kl. 21:00).  Þetta er frábær leikur fyrir alla, óháða aldri eða getu í golfi (líka fyrir byrjendur!)

Það er leikið 9-holu Texas í 4-manna liðum, og svo er bætt við einum hring á púttvellinum á eftir. Það er mæting í skála kl. 20:00 og svo eru allir ræstir út kl. 21:00.  Hægt er að skrá sig á GolfBox, verð 2.000, fyrir fullorðna og 1.000, fyrir börn.

Það er hægt að skrá lið, en þó svo að ekki séu 4 tilbúnir í slaginn er hægt að skrá lið með 2 eða 3 leikmönnum og svo er einnig hægt að skrá sig sem einstakling. Við röðum svo saman liðum. 

Minnum svo á brennuna sem verður á laugardagskvöldið.
Eftir Valur Jónatansson 30. desember 2025
Þökkum fyrir árið sem er að líða!
Eftir Valur Jónatansson 14. desember 2025
Guðmundur endurkjörinn sem formaður GKB
Eftir Valur Jónatansson 13. desember 2025
Guðmundur Fannar ráðinn framkvæmdastjóri GKB
12. desember 2025
Aðalfundur GKB á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 13 í golfskála GKB
29. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025
14. nóvember 2025
Kiðjabergsvöllur "Besti golfvöllur á Íslandi" af World Golf Awards annað árið í röð
14. nóvember 2025
Aðalfundur GKB - 13. desember
2. nóvember 2025
Aðalfundur GKB 2025 - 13. desember næstkomandi
Eftir Valur Jónatansson 30. október 2025
Þórður hættir sem framkvæmdastjóri um áramót!