Jónsmessumót

23. júní 2020

Jónsmessumótið

Næstkomandi  föstudag, 26. júní, verður hið árlega Jónsmessumót GKB á Kiðjabergsvelli.  Mótið er fyrir félagsmenn. Veðurspáin er góð, suðvestan 2m/s og 12 gráðu hiti (kl. 21:00).  Þetta er frábær leikur fyrir alla, óháða aldri eða getu í golfi (líka fyrir byrjendur!)

Það er leikið 9-holu Texas í 4-manna liðum, og svo er bætt við einum hring á púttvellinum á eftir. Það er mæting í skála kl. 20:00 og svo eru allir ræstir út kl. 21:00.  Hægt er að skrá sig á GolfBox, verð 2.000, fyrir fullorðna og 1.000, fyrir börn.

Það er hægt að skrá lið, en þó svo að ekki séu 4 tilbúnir í slaginn er hægt að skrá lið með 2 eða 3 leikmönnum og svo er einnig hægt að skrá sig sem einstakling. Við röðum svo saman liðum. 

Minnum svo á brennuna sem verður á laugardagskvöldið.
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 2. júlí 2025
Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Fleiri færslur