Meistaramót 2020

Gkb gkb • 12. júlí 2020

Meistaramótsvikan framundan!

Nú er að hefjast meistaramót GKB og því rétti tíminn til að ganga frá skráningu í mótið. Í ár eru 2 mót, annarsvegar 4. daga meistaramót, þar sem leikinn er höggleikur, og svo er 2. daga mót þar sem spiluð er punktakeppni.

Fjögurra daga mótið hefst 15. júlí og verður keppt í  4 hópum karla og 2 hópum kvenna.
Meistaraflokkur karla (forg. + til 7,5) Höggleikur án forgjafar (hvítir teigar)
1. Flokkur karla (forg. 7,6 til 14,4) Höggleikur án forgjafar
2. Flokkur karla (forg. 14,5 til 18,1) Höggleikur án forgjafar
3. Flokkur karla (forg. 18,2 til 36) Punktakeppni með forgöf

Meistaraflokkur kvenna (forg. + til 20,4) Höggleikur án forgjafar
1. Flokkur kvenna (forg. 20,5 til 36) Punktakeppni með forgöf

Varðandi keppnisskilmálá sjá á heimasíðu GKB https://www.gkb.is/keppnisskilmalarmeistaramot

Skráningu líkur kl. 18:00 á þriðjudaginn og niðurröðun fyrir fyrstu umferð verður sett á netið fjlótlega eftir það.

Niðurröðun í fyrstu umferð verður að mestu eftir flokkum (athugið að tímar eru áætlaðir):
10:00 Konur, 1. og 2. flokkur
10:30 Karlar, 3. flokkur
11:00 Karlar, 2. flokkur
11:30 Karlar, 1. flokkur
12:00 Karlar, Meistaraflokkur

Skráningagjald er 8.000,- kr

Tveggja daga mótið!
Tveggja daga mótið er spilað föstudag og laugardag. Keppt er í opnum flokki karla og kvenna, öldungaflokki og flokki drengja og stúlkna, 14 ára og yngri. Leikin er punktakeppni í öllum flokkunum.

Varðandi keppnisskilmálum sjá á heimasíðu GKB https://www.gkb.is/keppnisskilmalarmeistaramot

Mótsstjórn mun raða niður á fimmtudag eftir að skráningu líkur, rástímar verða birtir á GolfBox

Skráningagjald er 4.000,- fyrir fullorðna og 2.000,- fyrir yngri flokkana.

Veglegt lokahóf verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu. Veitt verða verðlaun í öllum flokkum fyrir 3 efstu sætin. Sameiginleg nándarverðlaun fyrir Meistamótið eru á öllum par-3 holum á laugardaginn fyrir alla flokka. (líka "opna mótið"). 

Rakel tekur vel á móti mótsgestum í skálanum.
Rakel verður með flotta matarveislu í lok móts, eins og henni einni er lagið.
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 2. júlí 2025
Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Fleiri færslur